Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 32

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Page 32
njóta verndar samkvæmt reglum um höggmyndalist, nytjalist eða dráttlist. Með hliðsjón af skýringum í greinargerð með frv. til höfl. ber að leggja þröngan skilning í skilyrði 11. gr. um einkanot. Er þar fyrst og fremst átt við eigin persónuleg not þess, sem eintak gerir, og afnot innan fjölskyldu hans og þröngs kunningjahóps. Afhending innan sama hóps verður sjálfsagt einnig talin heimil, en þá aðeins til einkanota viðtakanda. (Sjá Alþt. 1971, A-deild, bls. 1286). Fram að gildistöku laga nr. 78/1984 um breytingu á höfl. var ein- takagerð til einkanota á grundvelli 11. gr. höfl. með öllu endurgjalds- laus. Samkv. 1. gr. laga nr. 78/1984 eiga höfundar verka, sem útvarp- að hefur verið eða gefin hafa verið út á hljóðriti eða myndriti, rétt á sérstöku endurgjaldi vegna upptöku verka þeirra á hljóð- eða mynd- bönd til einkanota með heimild í 11. gr. höfl. Skal í þessu skyni greiða gjald af upptökutækjum og auðum hljóð- og myndböndum, sbr. nánar 2. málsgr. 1. gr. Sameiginleg innheimtumiðstöð samtaka rétthafa á að innheimta þetta höfundarréttargjald, sbr. samþykktir nr. 517/1984 fyrir Innheimtustöð gjalda skv. 11. gr. höfundalaga. Nánari reglur um gjaldið og innheimtu þess eru í reglugerð nr. 141/1985 um höf- undarréttargjald. Hér má geta þess, að Blaðamannafélag íslands, Félag íslenskra bókaútgefenda, Rithöfundasamband íslands, Tónskáldafélag Islands og Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar annars vegar og menntamálaráðuneytið hins vegar gerðu með sér samning hinn 6. maí 1983 um ljósritun og hliðstæða eftirgerð íslenskra rita til notkun- ar í skólum, sem reknir eru af ríkinu eða styrktir að staðaldri af al- mannafé. Samningur þessi skerti ekki rétt til eintakagerðar á grund- velli II. kafla höfl., en kveðið var á um heimild til fjölföldunar til við- bótar og fyllingar kennsluefni og endurgjald til höfunda vegna fjöl- földunar frá gildistöku höfl. til 1. september 1984. Sérstakur gerðar- dómur ákvað nefnt endurgjald, og var sá dómur kveðinn upp 4. maí 1984. 7.4. Tilvitnunarheimild samkv. 14. gr. höfl. 14. gr. höfl. heimilar tilvitnun í birt bókmenntaverk, kvikmynda- verk og tónverk í sambandi við gagnrýni, vísindi, almenna kynningu og annan viðurkenndan tilgang, enda sé tilvitnun innan hæfilegra marka og rétt með efni farið, sbr. 1. málsgr. 14. gr. Með sömu skilyrð- um er heimilt að birta myndir og teikningar af birtum listaverkum og gögnum, sem getið er um í 3. málsgr. 1. gr., sbr. 2. málsgr. 14. gr. 102

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.