Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 33
Þó er tekið fram í 3. málsgr. 14. gr., að höfundur eigi rétt til þókn- unar, ef birtar séu myndir eða teikningar af tveimur verkum eða fleiri hins sama höfundar í sambandi við meginmál, sem lýtur að almennri kynningu. Samkvæmt framansögðu setur 14. gr. þrjú skilyrði fyrir tilvitnun í vernduð verk, þ.e. að um viðurkenndan tilgang sé að ræða, að til- vitnun sé innan hæfilegra marka og að rétt sem með efni farið. I 1. málsgr. 14. gr. eru tekin dæmi um viðui’kenndan eða réttmætan tilgang tilvitnunar, þ.e. vísindi, gagnrýni og almenn kynning. Svo sem ráðið verður af orðalaginu, er þessi talning ekki tæmandi. Við úrlausn þess, hvort tilvitnun þjóni réttmætu markmiði, er rétt að hafa hliðsjón af venjum í þeim efnum, eftir atvikum venjum á tilteknum sviðum. 14. gr. geymir ekki aðrar reglur varðandi umfang tilvitnunar en þá, að hún verði að vera innan hæfilegra marka. Skiptir þar mestu, hvað telja megi nauðsynlegt vegna þess markmiðs, sem um er að ræða. Einnig hér er rétt að líta til venja á tilteknum sviðum, ef þeim er til að dreifa. 7.5. Takmarkanir í þágu fréttaþjónustu fjölmiðla. 1 15. gr. höfl. er fjölmiðlum heimiluð viss not verka vegna frásagna af dægurviðburðum svo og endurbirting dægurgreina um þjóðmál. 7.5.1. Dægurgreinar um hagfræðileg efni, stjórnmál eða trúmál. Heimilt er fjölmiðlum (blöðum, tímaritum og útvarpi) að endur- birta dægurgreinar um hagfræðileg efni, stjórnmál og trúmál úr blöð- um eða tímaritum svo og útvarpsefni af sama tagi, nema þess hafi verið getið við greinina eða í útvarpssendingu, að slík endurbirting væri bönnuð. Við endurbirtingu skal jafnan vitna til heimildar, sbr. 1. málsgr. 15. gr. 7.5.2. Myndir og teikningar af birtum listaverkum. Samkv. 2. málsgr. 15. gr. má birta í fjölmiðlum (blöðum, tímarit- um, sjónvarpi og kvikmyndum) myndir eða teikningar af birtum lista- verkum í sambandi við frásögn af dægurviðburðum. Þessi heimild nær þó ekki til verka, sem gerð hafa verið i þeim tilgangi að birta þau með þessum hætti. 7.5.3. Flutningur og sýning verks er þáttur í dægurviðburði. Þegar flutningur eða sýning verks er þáttur í dægurviðburði, sem kynntur er almenningi í útvarpi eða kvikmynd, er heimilt að láta ein- 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.