Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Qupperneq 37

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Qupperneq 37
Framangreind ákvæði 1. málsgr. 22. gr. ná einnig til umræðna um málefni, sem varða almenna hagsmuni og fram fara á samkomum, sem almenningur á aðgang að, eða í útvarpi, sbr. 2. málsgr. 22. gr. Höfundur hefur einkarétt til að gefa út safn af eigin framlagi til umræðna, sem 22. gr. tekur til, og af gögnum, sem hann hefur lagt þar fram, sbr. 3. málsgr. 22. gr. 7.15. Afnotakvöð í þágu flutnings í útvarpi samkv. 23. gr. höfl. 23. gr. höfl. geymir afnotakvöð í þágu útvarpsflutnings, að því er varðar bókmenntaverk og tónverk. Hafi stéttarfélag eða stéttarsam- band höfunda fengið almenna aðild eða umboð um flutningsrétt á bók- menntaverkum eða tónverkum eða sérstökum greinum þeirra og menntamálaráðherra sett reglur um það efni, skal heimilt án sérstaks leyfis höfundar hverju sinni að flytja í útvarpi einstök kvæði, smá- sögur og ritgerðir eða kafla úr stærri verkum og einstök lög og tón- verk, ef smá eru, og kafla úr stærri tónverkum, enda sé fullnægt skilyrðum um greiðslu til höfundar. Sé höfundur ekki í stéttarfélagi, nýtur hann þó sama réttar sem áskilinn er í hinum almennu réglum, en hvorki meiri né minni, sbr. 1. málsgr. 23. gr. höfl. Skilyrði fyrir ofangreindri afnotakvöð eru þrenns konar, að verkið hafi verið gefið út, að ekki sé um leiksviðsverk að ræða og að höf- undur hafi ekki lagt bann við útvarpsflutningi verksins. Skýra verður ákvæði 23. gr. svo, að einungis eitt stéttarfélag geti talist hafa almenna aðild eða umboð höfunda í hverri grein, en að því séu út af fyrir sig ekki skorður settar, hve þröngt grein er ákveð- in, ef afmörkun frá öðrum greinum er nægilega skýr. Reglur hafa verið settar um það efni, sem 23. gr. fjallar um, sbr. nú reglugerð nr. 3/1976 um flutningsrétt á ritverkum og tónsmíðum. Sapikvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar eru stéttarfélög eða stétt- arsambönd höfunda, sem öðlast hafa löggildingu menntamálaráðu- neytisins, í fyrirsvari við Ríkisútvarpið um endurgjald fyrir afnot verka samkvæmt 23. gr. Takist ekki samningar, geta aðilar, ef þeir eru sammála um það, lagt ágreininginn undir sérstakan gerðardóm, sbr. 2. málsgr. 57. gr. höfl. og reglur nr. 800/1982 um gerðardóm skv. 57. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Nefndum samtökum er og heimilt sam- kvæmt 3. gr. reglugerðarinnar að setja gjaldskrá um flutning verka utan Ríkisútvarpsins. Slík gjaldskrá er háð samþykki menntamála- ráðuneytisins. Tvenn samtök höfunda hafa fengið löggildingu menntamálaráðu- neytisins samkvæmt ofangreindum reglum, Samband tónskálda og 107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.