Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Side 45

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Side 45
Erla S. Árnadóttir lögfræðingur: TÖLVUR OG HÖFUNDARÉTTUR 1. VERND TÖLVUHUGBÚNAÐAR. Erlendis hafa umræður um réttindi höfunda tölvuhugbúnaðar staðið í meira en 15 ár. Tölvuhugbúnaður virðist í fljótu bragði bæði geta átt samstöðu með uppfinningum, sem veita má einkaleyfi fyrir, og einnig geta talist til hugverka. Mörgum, sem um þetta efni hafa fjallað, þótti í fyrstu eðlilegt að tölvuhugbúnaður nyti einkaleyfisverndar. Niður- staðan hefur þó í höfuðdráttum orðið sú að svo sé ekki. 1 evrópskum einkaleyfis-sáttmála, sem gerður var í Múnchen árið 1973, er beinlínis tekið fram að einkaleyfi verði ekki veitt fyrir framleiðslu tölvuhugbún- aðar. Nokkur lönd, m.a. Danmörk, hafa sett ákvæði þessa efnis í einka- leyfislög sín og bandarískir dómstólar hafa komist að sömu niðurstöðu. Rökin fyrir því að tölvuhugbúnaður falli ekki undir lög um einkaleyfi eru þau að hann sé ekki uppfinning í skilningi laganna, sé ekki hug- mynd eða aðferð til efnislegrar breytingar á umhverfinu, heldur ein- ungis leiðbeining fyrir andlega starfsemi á sama hátt og t.d. reikniað- ferðir, bókhaldsaðferðir o.s.frv. Vegna þeirrar óvissu sem ríkt hefur um það, eftir hvaða reglum beri að vernda hugbúnað, hefur Alþjóðahugverkastofnunin, WIPO, nú samið uppkast að löggjöf um hugbúnað. Þar er gert ráð fyrir vernd sem svipar mjög til höfundaréttarverndar. Skoðanir hafa þó verið skiptar um þörfina á að samþykkja slíkan alþjóðasáttmála vegna þess hvaða stefnu dómaframkvæmd og lagasetning1 hafa tekið allra síð- ustu ár. Dómstólar í Bandaríkjunum, Þýskalandi og víðar hafa slegið því föstu að tölvuhugbúnaður geti notið höfundaréttarverndar.1) Tölvu- forrit eru nefnd sérstaklega í bandarísku höfundalögunum2) eftir 1) Sjá t.d. dóm bandarísks áfrýjunardómstóls í málintt Williams Electronics Inc. v. Artic International Inc., 685 F 2d 870 (3rd Cir. 1982). 2) Section 101 og 117. 115

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.