Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Qupperneq 47

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Qupperneq 47
upp á til þess að leysa sama verkefnið. Hvort önnur lausn er til fer að einhverju leyti eftir stærð forritsins. Ætla verður að flest forrit sem samin eru til notkunar í atvinnurekstri uppfylli þetta skilyrði og einnig mörg forrit sem að mestu leyti eru ætluð til skemmtunar. Talan 500-1000 skipanir hefur verið nefnd sem lágmarksfjöldi skipana.1) Þegar tekin er afstaða til þess hve strangar kröfur eigi að gera til sjálfstæðrar sköpunar við forritun verður að hafa í huga að hug- búnaður hefur beint notagildi. Þess vegna er hugsanlegt að beita verði að einhverju leyti sömu sjónarmiðum og þégar nytjalist er metin, en höfundar hennar hafa þurft að sæta því að strangari kröfur séu gerðar til sköpunar af þeirra hendi en annarra höfunda vegna þess að of væg- ar kröfur leiða til einokunar á ákveðinni framleiðsluvöru. Tölvuforrit getur legið fyrir í mismunandi formi. Það getur verið í formi flæðirits, á forritunarmáli („source code“) eða á máli sem einungis tölva getur lesið („object code“). Forrit í formi teikninga eða skissa á vinnslustigi geta notið verndar jafnt og fullunnin forrit. Ein- tök af tölvuforriti geta verið á pappír, þau geta einnig verið diskar, kubbar o.s.frv. Rétthafi tölvuhugbúnaðar hefur einkarétt á að gera eintök af honum. Eintakagerð af forriti getur farið fram með ýmsum hætti. Forrit á forritunarmáli má ljósrita eða nota sérstakt forrit til að þýða það yfir á tölvutækt form, en algengasta aðferðin er að afrita forrit af einum diski yfir á annan. Ekki er alltaf hægt að sýna fram á beina eftirgerð af hugbúnaði, heldur er því oft haldið fram af hálfu rétthafanna að við gerð yngra forrits hafi verið stuðst við eldra forrit á þann hátt að ekki hafi átt sér stað sjálfstæð sköpun við gerð yngra forritsins. Erfitt er að koma með ákveðin dæmi um hvar mörkin liggja hér. Þó er öruggt að þýðing forrits úr einu forritunarmáli yfir á annað eða flutningur forrits úr forritunarmáli yfir á tölvutækt form getur aldrei falið í sér sjálfstæða sköpun. Líka er mikilvægt að muna eftir að hugmyndir og kenningar eru aldrei verndaðar að höfundarétti. Öllum er frjálst að búa til forrit sem leysir ákveðið verkefni, og einnig er öllum frjálst að nota hina ýmsu algoritma, sem önnur forrit byggja á, þ.e.a.s. að- ferðir til að reikna út úr stærðfræðiformúlum, raða í stafrófsröð o.s. frv. Hin sjálfstæða sköpun felst aðallega í vali og uppröðun skipana eða flokka skipana. E.t.v. má nota það sem þumalfingursreglu að til að hægt sé að tala um afritun verði meira en helmingur skipana í nýju forriti að vera þær sömu og í eldra forriti. 1) Dccision of the District Court Munich I, Dec. 21, 1982, sjá 14 IIC 437-441 (1983). 117
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.