Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 48
11. gr. höfl. um eintakagerð til einkanota af birtum verkum gildir um tölvuhugbúnað eins og um önnur hugverk. Eftir þessu ákvæði mega menn því fá lánaða hjá kunningjunum diska með forritum og afrita yf- ir á eigin diska, svo framarlega sem þeir dreifa þeim ekki til annarra en ættingja og vina. Kaupendum hugbúnaðar er einnig heimilt sam- kvæmt ákvæðinu, þ.e.a.s. ef ekki er öðruvísi um samið við kaupin, að afrita hugbúnaðinn til þess að til séu varaeintök, sem nota má ef upp- runalega eintakið eyðileggst. Hins vegar er ekki hægt að telja að starfsmönnum fyrirtækis sé afritun heimil í því skyni að nota eintökin á annan vélbúnað í eigu fyrirtækisins. Heimild 11. gr. er miðuð við birt verk. Ymis önnur ákvæði II. kafla höfl. gilda hins vegar eingöngu um útgefin verk. Tilkoma tölvutækn- innar krefst þess að hugtakið útgáfa sé tekið til athugunar. Til að verk sé útgefið skv. 2. gr. höfl., þurfa eintök af því að hafa í álitsverð- um fjölda verið boðin opinberlega til sölu, láns eða leigu eða þeim verið dreift til almennings með öðrum hætti. Hver lágmarksfjöldi eintaka er, fer að sjálfsögðu eftir því hvers kyns verk er um að ræða. Að því er hugbúnaði viðkemur, er ljóst að staðlaður hugbúnaður á markaðn- um er alltaf útgefinn. Það er hins vegar nijög vafasamt að hugbún- aður sem er útbúinn sérstaklega fyrir einn aðila teljist gefinn út. Tölvuhugbúnaður fellur undir bókmenntaverk. Skv. 24. gr. höfl. er því hverjum sem er heimilt að dreifa eintökum af útgefnum hugbún- aði. Erlendis er farið að tíðkast að tölvuforrit séu leigð út og líklegt er einnig hérlendis, að rétthafar krefjist lagabreytingar í þá átt að þeir ráði yfir dreifingunni. 1 sumum tilfellum geta rétthafarnir tryggt hagsmuni sína með því að semja þannig við kaupendur að aðeins sé veittur notkunarréttur en ekki eignarréttur að hinu afhenta eintaki. Þetta á sérstaklega við um afhendingu viðamikils búnaðar þegar gerð- ur er skriflegur samningur, en í mörgum tilfellum er vafasamt að telja slíkt ákvæði hafa orðið hluta af samningi þegar keypt eru stöðluð for- rit í verslun. Mikil samkeppni ríkir meðal fyrirtækja sem framleiða tölvuhugbún- að og eftirspurn er eftir hæfu starfsfólki. Spurningar um hvaða regl- ur gildi um framsal höfundaréttarins hafa því reynst sérlega áleitnar. Starfsmenn velta fyrir sér hvaða rétt þeir eigi til hlutdeildar í hagnaði af framleiðslu hugbúnaðarins og hvaða rétt þeir eigi sem hætt hafa störfum til að vinna sams konar eða svipaðan hugbúnað og i þjónustu fyrrverandi vinnuveitanda. Vinnuveitendur velta fyrir sér hvaða rétt þeir eigi til að breyta hugbúnaði sem fyrrverandi starfsmenn hafa unnið. 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.