Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 53
höfundur í mörgum tilfellum að beita fyrir sig almennum skaðabóta- reglum eða samkeppnislöggjöf. 2.2. Vernd upplýsingabanka. Eftir því sem algengara verður að upplýsingar séu geymdar í tölv- um aukast líkur á því að alls kyns skrár séu afritaðar með því að skrá þær í tölvur og að aðrir en þeir sem eiga tölvubankana samkeyri skrár og afriti. I sumum tilfellum geta upplýsingabankar notið verndar skv. 3. gr. höfl. sem venjuleg hugverk. Dæmi um það væri alfræðibók sem liggur fyrir í tölvu í stað venjulegs bókarforms. Ef upplýsingabanki saman- stendur af vernduðum hugverkum eða hlutum þeirra getur hann notið verndar sem safnverk skv. 6. gr. laganna. En hvað um þann stóra hluta upplýsingabanka sem mun samt sem áður falla hér fyrir utan? I höfundalögum er ákvæði, sem ætlað er að vernda, eins og tekið er fram í greinargerð með lögunum,1) „rit sem hafa aðallega að geyma upplýsingar um tilteknar staðreyndir, svo sem er um ýmsar skrár og töflur“. Þetta er 50. gr. laganna, sem lítið hefur reynt á til þessa og því óvíst hvernig á að túlka hana. Þó má fullyrða að upp- lýsingabankar geti notið verndar skv. 50. gr. Vandinn liggur í að ákveða hvaða skilyrði þeir þurfa að uppfylla. 1 íslenska ákvæðinu er ekki minnst á skilyrði um visst magn upplýsinga eins og í ákvæðum höfundalaga annars staðar á Norðurlöndum, en öruggt er að gera verður þær kröfur að upplýsingunum sé raðað eftir ákveðnu kerfi á einhvern hátt. Sú vernd sem 50. gr. veitir er nokkuð frábrugðin venjulegri höf- undaréttarvernd, þ.e. bann við eftirgerð í 10 ár frá næstu áramótum eftir útgáfu. Sá sem t.d. lætur tölvu Háskólans prenta útskrift, þar sem koma fram nöfn allra skráðra stúdenta í stafrófsröð, heimilisföng þeirra og símanúmer, og gefur þetta út fær þar með einkarétt á skránni. Hverjum sem er væri hins vegar heimilt að nota upplýsing- arnar úr háskólatölvunni til að gefa út skrá með upplýsingum um hvaða stúdentar eru skráðir í hverja deild. Varðandi vernd upplýsingabankanna er tvennt að athuga. Spurning er hvenær upplýsingabanki telst gefinn út. Forsenda útgáfuhugtaks- ins hefur hingað til verið ákveðinn fjöldi eintaka sem almenningur á aðgang að, en fullyrða má að það eintak af skrá, sem liggur fyrir í tölvutæku formi, uppfylli ekki þetta skilyrði. Hins vegar er eðlilegt að líta svo á að upplýsingabankinn sé birtur þegar almenningur á kost 1) Alþingistíðindi A 1971, bls. 1306. 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.