Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Qupperneq 55
M vHlvaiií£i
(lóinsniála
Arnljótur Björnsson prófessor:
HÆSTARÉTTARDÓMUR 1983,1718
I.
1 dómi, sem birtist í Hrd. 1983, 1718, voru málavextir og niðurstaða
í stuttu máli þessi:
Verkamaðurinn E vann við dælubifreið sameignarfélagsins D. Stjórn-
andi bifreiðarinnar og yfinnaður E var G, einn af eigendum D. Bif-
reiðin, sem búin var dælu og gálga, var notuð til að dæla steinsteypu
í steypumót íbúðarhúss, sem trésmíðameistarinn Ö hafði í smíðum.
Verkið fór þannig fram, að G var við bifreiðina og stjórnaði dælunni,
en E stóð þar sem steypunni var rennt í mótin og stjórnaði gálganum.
ö var við enda slöngunnar, en missti takið á henni og slóst hún þá í E
með þeim afleiðingum, að E féll til jarðar af vinnupalli við 2. hæð húss-
ins. Við slysið slasaðist E svo, að hann var metinn alger (100%) öryrki.
E krafðist skaðabóta fyrir slysið úr hendi D, en hafði engar kröfur
uppi á hendur ö. Ekkert handrið var á vinnupallinum, en hann var
gerður úr þremur borðum (l“x6“), sem lágu samhliða ofan á þak-
sperrum innan við útveggjamót. Með vísun til þess taldi héraðsdómur,
að öryggisbúnaði hefði verið verulega ábótavant, sbr. nánar tiltekin
ákvæði reglugerðar nr. 204/1972 um öryggisráðstafanir við bygginga-
vinnu. Héraðsdómur taldi og yfirgnæfandi líkur vera fyrir því, „að
afleiðingar slyssins hefðu orðið mun minni en raun varð á, ef þessara
reglna hefði verið gætt“. Ekkert þótti komið fram, er benti til, að E
hefði átt sök á slysinu, en hann hafði einungis unnið hjá D í um 11/2
mánuð. Með vísun til þessa dæmdi héraðsdómur D ábyrgan fyrir öllu
tjóni, sem E varð fyrir af völdum slyssins. í dómi Hæstaréttar segir,
að með skírskotun til forsendna héraðsdóms þyki mega staðfesta, að
D sem vinnuveitandi E beri gagnvart honum ábyrgð á afleiðingum
125