Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Síða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Síða 56
slyssins. Einnig féllst Hæstiréttur á þá úrlausn héraðsdóms, að ósann- að væri, að E ætti einhverja sök á slysinu. II. I héraðsdómi er atvikum að slysinu eigi lýst sérstaklega og fram- burður vitna ekki rakinn. Atvikum er einungis lýst óbeint með því að rekja það, sem aðilar málsins hafa um þau að segja, er þeir gera grein fyrir kröfum sínum. T.d. verður hvorki af héraðsdómi né dómi Hæsta- réttar með vissu ráðið hvað olli því, að Ö missti takið á steypuslöng- unni, en það var frumorsök slyssins. Bótaábyrgð er felld á D með þeim rökum einum, að ófullnægjandi búnaður á vinnustað (einkum vinnupalls) hafi valdið því, að E hlaut þau örkuml, er áður var lýst. Ljóst er, að byggingarmeistari hússins bar ábyrgð á þeim vanbúnaði (sbr. til hliðsjónar Hrd. 1981, 496), en honum var ekki stefnt. Aðalágreiningsefnið var því hvort sameignar- félagið D, sem var vinnuveitandi tjónþola, bæri skaðabótaábyrgð vegna slyssins. Verður nú rætt stuttlega um það, en ekki verður vikið að þeim þætti dómsins, er varðar bótafjárhæðina sjálfa. III. Eftir almennum reglum skaðabótaréttar ber vinnuveitandi ábyrgð á tjóni, er hlýst af gáleysi starfsmanna sinna, en ekki tjóni, er aðeins verður rakið til gáleysis „sjálfstæðs“ þriðja manns, þ.e. manns, sem eigi verður talinn starfsmaður vinnuveitandans í merkingu reglunnar um vinnuveitandaábyrgð. Samkvæmt því er ljóst, að gáleysi Ö fellir ekki bótaskyldu á sameignarfélagið D, enda kemur ekkert fram um að ö hafi verið háður húsbóndavaldi af hálfu D. Athugandi er, hvort með dóminum sé lögð á sameignarfélagið D víðtækari bótaábyrgð en heim- ilt er skv. almennum reglum, þ.e. svonefnd hrein hlutlæg ábyrgð. D er, eins og áður segir, dæmt skaðabótaskylt vegna vanbúnaðar á vinnustað. Þá er tekið fram í dómsforsendum, að D sem vinnuveitandi E beri gagnvart honum ábyrgð á afleiðingum slyssins. Nánari grein er ekki gerð fyrir því hvers vegna vinnuveitandinn beri bótaábyrgð vegna vanbúnaðarins. Ber að skilja þessi orð dómsforsendna svo, að vinnuveitandi beri gagnvart starfsmönnum sínum hreina hlutlæga á- byrgð, ef þeir verða fyrir slysi í vinnu af völdum vanbúnaðar? Ef svo er, felur dómurinn í sér mikilvægt frávik frá reglum þeim, sem almennt er talið að gildi um skaðabætur utan samninga (sjá nánar greinina „Bótaábyrgð vegna vinnuslysa, sem hljótast af athöfnum sjálfstæðra framkvæmdaaðila eða af bilun eða galla í tæki,“ Tímarit lögfræðinga 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.