Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Síða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1986, Síða 55
dóma séu alls kostar heppilegar í svo alþjóðlegu samfélagi, sem við nú lifum í. Sú afstaða að viðurkenna erlenda dóma hefur almennt séð ýmsa kosti, m.a. þann, að komið er í veg fyrir ónauðsynlega endurtekningu málaferla. Engin skynsamleg rök mæltu með því í Hrd. 1985.599 að láta M fara í ógildingarmál hér á landi, fyrst fyrir lá dómur erlends dóm- stóls, sem til þess var bær að skera úr um sakarefnið. Því er eðlilegt, að spurt sé í framhaldi af þessu, hvort viðurkenningarreglunar eigi að vera mismunandi eftir því, hvers eðlis sakarefnið í hinum erlenda dómi er. Er t.d. ástæða til þess að ætla, að það sé að einhverju leyti varhugaverðara að viðurkenna bandaríska dóma á sviði fjármuna- réttar en dóma sama lands á sviði sifjaréttar? Það er á hinn bóginn löggjafans að svara þessari spurningu og því læt ég umfjöllun minni um þetta efni lokið. SKRÁ YFIR TILVITNANIR: 1) Þór Vilhjálmsson. Réttarfar III, 1975, bls. 63. Einar Arnórsson. Almenn meðferð einka- mála í héraði, 1941, bls. 285. 2) Lög nr. 29/1931 um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi alþjóðleg einkamálaréttarákvæði í samningi milli fslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar, um hjúskap, ættleiðingu og lögráð. Lög nr. 30/1932 um heimild fyrir ríkis- stjómina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin í samningi milli fslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um viðurkenningu dóma og fullnægju þeirra. Lög nr. 21 /1934 um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin f samn- ingi milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svfþjóðar, um gjaldþrotaskipti. Lög nr. 108/1933 um heimild fyrir rfkisstjómina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin i samningi milli fslands og Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um erfðir og skipti á dánarbúum. Lög nr. 93/1962 um heimild fyrir ríkisstjórnina til að láta öðlast gildi ákvæði í samningi milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, um innheimtu meðlaga. 3) Samkv. dómi meiri hluta Hæstaréttar i Hrd. 1984.1444 er hér átt við lagagildi, a.m.k. að því er varðar lög nr. 29/1931. 4) Þór Vilhjálmsson. Aðfarargerðir, 1975, bls. 32. Einar Arnórsson. Almenn meðferð einkamála í héraði, bls. 288. Sjá hér og 12. gr. laga nr. 82/1976 um norræna vitnaskyldu. 5) Þór Vilhjálmsson. Réttarfar III, bls. 65. Einar Amórsson. Almenn meðferð einkamála í héraði, bls. 288. 6) Þór Vilhjálmsson. Aðfarargerðir, bls. 33. 7) Magnús Thoroddsen. Res judicata eður útkljáð mál. Úlfljótur 4. tbl. 1972, bls. 356-357. 8) 1. mgr. 24. gr. laga nr. 60/1972: „Nú brýtur hjúskapur í bága við ákvæði 6. eða 9. gr., og skal þá ógilda hann með dómi. Ef hjúskapur gengur í berhögg við ákvæði 9. gr., er ckki unnt að ógilda hann, ef fyrra hjúskap er lokið, áður en mál er höfðað." 9) 66. gr. laga nr. 60/1972: „Hjúskaparmál má höfða hér á landi ... Hjúskaparmál má og höfða hér á landi ..." 10) Allan Philip. Dansk international privat- og procesret, Kaupmannahöfn 1976, bls. 120. 11) Arthur Taylor von Mehren og Donald T. Trautman. Recognition of foreign adjudi- cations: A survey and a suggested approach. Harvard Law Review, Volume 81, June 1968, Number 8, bls. 1599 (1602). 269

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.