Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Qupperneq 3

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Qupperneq 3
TIMARIT wQ LÖGFRÆÐINGA 1.HEFTI 41. ÁRGANGUR MAÍ1991 DÓMHÚS VIÐ LÆKJARTORG Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist að Útvegsbankahúsið við Lækjartorg hefur verið keypt sem dómhús fyrir héraðsdómstólinn í Reykjavík. Um tíma leit út fyrir að annar og lakari kostur yrði valinn fyrir dómhús Reykvíkinga og er því sérstök ástæða til þess að fagna þessari niðurstöðu. Ber að þakka þeim aðilum sem unnu að því að þessi ákvörðun var tekin. Þegar landsmönnum var tilkynnt þessi niðurstaða kom jafnframt fram að ætlunin væri að takmarka mjög það fjármagn sem leggja ætti í endurbætur og breytingar á húsinu vegna breyttrar notkunar þess. Gagngerar breytingar verða að vísu gerðar á tveimur neðstu hæðum hússins, en að öðru leyti verður húsið látið halda sér óbreytt að mestu. Ekki er ástæða til þess að gagnrýna aðhald fjárveitingavaldsins í þessu efni. Oft virðist hafa verið lagt út í gífurlega kostnaðarsamar endurbætur á húsnæði, við breytta notkun þess, án þess að séð verði að niðurstaðan réttlæti kostnaðinn. Útvegsbankahúsið er allt hið vandaðasta og því ástæða til þess að ætla að skipuleggja megi starfsemi dómstólsins í samræmi við núverandi innréttingar hússins fremur en að umturna þar öllu til þess að skapa óskaumhverfið. En þrátt fyrir aðhaldið verður að tryggja að dómhúsið rísi undir nafni. Hvað varðar staðsetningu og ytri virðuleika verður ekki betur gert. Innihaldið þarf að vera til samræmis. Fyrst og fremst þarf auðvitað að tryggja dómurum og öðrum starfsmönnum dómstólsins góða vinnuaðstöðu, en hinu má ekki gleyma að í dómhúsið eiga fleiri erindi. Það verður að tryggja lögmönnum eðlilega vinnuað- stöðu, en á hana hefur mjög skort við dómstólana í Reykjavík og á flestum stöðum úti á landi. Þá þarf að tryggja aðilum og vitnum í dómsmálum viðunandi aðstöðu, en það er algengt að þetta fólk þurfi að bíða langan tíma eftir því að þess tími komi í yfirheyrslum. Loks verður aðgangur almennings að dómsölum hússins að vera greiður þannig að réttarhöld verði í raun opin almenningi. 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.