Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 33
a) í fyrsta lagi þekkingu á bandalagsrétti, eins og framkvæmdastjórnin gerir kröfu um, og b) í öðru lagi þekkingu á landsrétti einstakra Evrópuríkja. Um a. Enn er þekking á tilveru bandalagsréttar útbreiddust meðal lögmanna sem annast ráðgjöf á sviði viðskipta. Einnig hafa tilteknir dómstólar í Þýskalandi náð tökum á hinum nýju viðfangsefnum, einkum dómstólar á sviði fjármála og félagsmála. En þegar á heildina er litið eru þýskir lögfræðingar ófimir í að takast á við viðfangsefni á sviði bandalagsréttar, og ég er viss um að það á ekki aðeins við um þýska lögfræðinga. Bæði eru lögfræðingar vankunnandi á þessu réttar- sviði og auk þess hafa þeir á því lítið dálæti. Þetta er áhyggjuefni þegar haft er í huga að segja má að réttarskipun Bandalagsins hvíli á réttarskipun bandalagsríkjanna. Auk þess eru fyrirmæli bandalagsréttarins hluti landsréttar í hverju ríki að því leyti sem reglum hans verður beitt þar beint en framkvæmd fyrirmæla bandalagsréttarins er háð því að stjórnvöld og dómstólar í aðildarríkjunum virði þau af trúmennsku. Skyldan til trúmennsku tekur til þess að dómstólar í aðildarríkjunum noti sér þau færi á skoðanaskiptum sem Bandalagið gefur kost á (sbr. 177. gr. EBE-samningsins),1* en hér er enn langt í land. Um b. En það er ekki aðeins að dómarar verði að auka þekkingu sína á bandalags- rétti, einkum eftir 1992. Efnisleg mörk þeirra réttarreglna, sem Evrópubanda- lagið hefur sett hingað til, hafa í för með sér að á tilteknum sviðum verður áfram dæmt að meginstefnu til eftir landsrétti. Þettahefuríför með sér að þar til ein lög hafa verið sett fyrir Bandalagið í heild, t.d. á sviði umferðar og félagsmála, hlýtur að gæta evrópuréttarsjónarmiða á sviði einkamálaréttar. Vinna verður bug á skoðunarháttum þjóðlegrar lögfræði. Við getum ekki látið við það sitja að fjalla um lögfræðileg álitaefni einvörðungu á grundvelli þjóðlegs réttar. Fjöl- þjóðleg samvinna krefst þess, sérstaklega eftir 1992, að lögfræðingum séu kynnt meginviðhorf við lausn lögfræðilegra álitaefna í rétti annarra evrópuþjóða á æ fleiri sviðum.19 Iðnrekendur, lögmenn og löggiltir endurskoðendur hafa gert sér grein fyrir þessu á undanförnum árum og látið sér í vaxandi mæli umhugað um þessi efni, enda er hér um fjármagn og viðskipti að ræða. En ríkisvaldið, og einkum dómsvaldið, má heldur ekki láta sitt eftir liggja. Þörf er jafnt á aukinni endurmenntun og upptöku evrópuréttar og erlends réttar í námsefni laganema. 18 Meier, s. 82 19 Coing, s. 938 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.