Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Síða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Síða 29
Ákvæði 1. mgr. 24. gr. stjórnarskrárinnar heimili ekki að þessar meginreglur verði gerðar undanþægar. Ef fella eigi úr gildi stjórnskipulega vernd ákvæða um grundvallarmannréttindi verði í stað þeirra að koma fyrirmæli um mannrétt- indavernd að öllu verulegu jafngild henni, bæði að efnisinntaki ogí framkvæmd. Samkvæmt skilningi Stjórnlagadómsins felst í stjórnskipun Evrópubandalagsins mannréttindavernd í framkvæmd sem að öllu verulegu jafngildir mannréttinda- ákvæðum stjórnarskrárinnar, bæði hvað varðar grundvallarhugmyndir og efnis- inntak. Á meðan Evrópubandalagið, og einkum dómaframkvæmd Dómstóls Evrópubandalagsins, veita almennt virka mannréttindavernd gagnvart eigin stjórnvöldum. og sérstaklega meðan þau tryggja almennt inntak mannréttinda, þannig að þessi vernd jafngildir afdráttarlausri mannrétt- indavernd stjórnarskrárinnar, mun Stjórnlagadómurinn ekki beita dómsvaldi sínu gegn beit- ingu afleidds bandalagsréttar fyrir þýskum stjórnvöldum og dómstólum á fullveldissviði Sambandslýðveldisins og ekki endurskoða fyrirmæli Bandalagsins á grundvelli mannréttinda- fyrirmæla stjórnarskrárinnar. Málskot til Dómstólsins samkvæmt 1. mgr. 100. gr. stjórnarskrár- innar, sem miða að því að fá þessum fyrirmælum hnekkt, verða þannig ekki heimil. Með þessu hefur Stjórnlagadómurinn viðurkennt Dómstól Evrópubandalags- inssem lögmætan dómstól í skilningi 2. ml. 1. mgr. 101. gr. stjórnarskrárinnar og afsalað sér lögsögu að sama skapi í hendur honum. Stjórnlagadómurinn leysir ekki úr ágreiningi varðandi mörk innlends stjórnskipunarréttar og bandalags- réttar á grundvelli efnisréttar heldur á réttarfarsgrundvelli. Þetta sýnist rökrétt þegar réttarvernd, sambærileg þeirri sem stjórnarskrá okkar veitir, er tryggð með réttarfarsreglum. Raunar kemur í ljós, þegar borin eru saman fyrirmæli Evrópubandalagsins og ákvæði þýsku stjórnarskrárinnar um mannréttindi, að ekki er sjálfgefið að bandalagsreglurnar séu sambærilegar við þær þýsku. Hvað sem öðru líður ber þó að líta til þess að Dómstóllinn er mjög mannréttindasinn- aður eins og Stjórnlagadómurinn hefur líka lagt áherslu á. Dómstóllinn hefur ætíð beitt viðmiðum sem koma heim við mannréttindaákvæði stjórnlaga aðildar- ríkjanna þegar hann hefur lagt mat á afleidda löggjöf Bandalagsins. Samt sem áður hefur afstaða Stjórnlagadómsins verið umdeild meðal þýskra lagamanna, bæði fyrr og síðar. Sú réttarfarsúrlausn sem Dómstóllinn valdi í Solange II málinu takmarkast nefnilega við að ekki komi fram neinir verulegir efnisann- markar.'" Þar sem slíkir annmarkar eru fyrir hendi er frekari þróun dómafram- kvæmdar æskileg, en að öllu samanlögðu virðist samband bandalagsréttar og þýsks stjórnskipunarréttar langt í frá fulljóst enn." Umræðunum um forgangsröð bandalagsréttar og landsréttar er heldur ekki alveg lokið. Samstaða er einungis um það að þau fyrirmæli bandalagsréttar sem hafi bein áhrif í aðildarríkjunum gangi fyrir landslögum, ef reglum af þessum 10 Schulz, NJW 1990, 941 (944) 11 Schulz, s. 946 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.