Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 13
Glöggt dæmi um mismunandi afleiðingar skorts á sönnunargögnum er að finna í HRD 1983 1826, D3, 62. Þar var dæmt um kröfu pilts, sem krafðist bóta úr hendi vinnufélaga síns og atvinnurekanda þeirra. Pilturinn slasaðist í vinnu við affermingu skips, er flutti efni, sem líklega var brennt kalk. Um þátt samverkamanns tjónþola segir svo í dóminum: „Þegar virt er, hvernig sönnunarbyrði horfir hér við, og svo hitt, hve sönnunargögn eru ótraust og af skornum skammti, þykir ekki verða fullyrt, að aðaláfrýjandinn [samverkamaðurinn] ... hafi valdið gagnáfrýjandanum [tjónþola] heilsutjóni því, sem um ræðir í málinu. meðsaknæmum hætti." Var samverkamaður- inn því sýknaður af bótakröfu. Um ábyrgð atvinnurekandans segir hins vegar: „Af hálfu ... Eimskipafélags fslands h/f var ekki hlutast til um opinbera rannsókn á orsökum slyssins ... Má ætla, að sú vanræksla valdi því, hversu mjög skortir á fullnægjandi vitneskju um málsatvik. Verður ... Eimskipafélag fslands h/f að bera hallann af því. Eins og málið hefur verið búið í hendur dómstóla, er ekki unnt að útiloka, að efnið, sem slysinu olli, hafi verið svo viðsjárvert, að aðvara hefði átt verkamenn og viðhafa sérstaka aðgæslu við uppskipun, þannig að verkstjórn hafi af þeim sökum verið áfátt og leiðbeiningar til verkamanna ónógar, en þeir voru að hluta til reynslulitlir unglingar.“ Að svo vöxnu máli var bótaábyrgð lögð á atvinnurekandann. Um samverkamann tjónþola átti við meginreglan um sönnunarbyrði. Hins vegar var vikið frá meginreglunni, þegar dæmt var um ábyrgð atvinnurekand- ans, af því að hann hafði ekki hlutast til um opinbera rannsókn strax eftir að slysið bar að höndum. Fyrir kemur, að skýrsla tjónþola um atvik að vinnuslysi er alveg lögð til grundvallar dómi, sbr. t.d. HRD 1962 335. Hér má og benda á HRD 1961, 888. í þessum dómum er sönnunarbyrði lögð á þann málsaðila, sem ábyrgð ber á að sönnunargagn fór forgörðum eða hefur með skeytingarleysi valdið því að eigi fór fram lögboðin rannsókn, sem líkur eru til að hefði veitt frekari vitneskju um málsatvik. Sé mál hins vegar nægilega upplýst, þrátt fyrir það að vinnuveitandi hafi í upphafi vanrækt skyldu til að láta rannsaka slys, hefur vanræksla hans í því efni engin áhrif á bótaskyldu, sbr. HRD 1970 334 og HRD 1971 907. Sama máli gegnir í öðrum tilvikum, þegar málsaðili hefur vanrækt lögmælta skýrslugerð eða ekki sinnt lagaskyldu til að láta fara fram opinbera skoðun eða eftirlit, sbr. t.d. HRD 1976 839, héraðsdóminn og HRD 1943 35, ÍD 259. í fyrrnefnda dóminum var leitt í ljós, að stjórnendur minkabúa höfðu ekki haldið nægar skýrslur um fjölda dýra í búunum, eins og skylt var samkvæmt lögum. Var því ekki unnt að staðreyna, hvort eitthvað vantaði á þann fjölda dýra, sem átti að vera í búum þessum. Eigendur minkabúanna voru dæmdir til að greiða tjón, sem aliminkur olli, er hann drap hænur bónda eins í grenndinni. Eigi varð sannað hvaðan aliminkurinn kom, en langlíklegast var, að hann hafi sloppið frá öðru hvoru búinu. Vafi um sönnunaratriði var því metinn eigendum minkabúanna í óhag, af því að þeim stóð nær að tryggja sér sönnun um það, sem hér skiptir máli. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.