Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 10
upplýsingar um atvik. Svo mikið var þó sannað (sbr. nánar forsendur dóms), að unnt þótti að draga af því ályktanir um aðrar staðreyndir, sem nægðu til þess að kveða á um orsakir slyssins. Af framansögðu sést, að eitt af því, sem dómari getur þurft að meta er, hvort líkur fyrir sök séu svo miklar að telja megi sök nægilega sannaða. Það verður að meta hverju sinni eftir atvikum málsins. Kröfur dómstóla til sönnunar geta og verið mismunandi eftir eðli sakarefnis.8 Um það hvenær staðreynd teljist nægilega sönnuð verður ekki gefin nein almenn regla umfram það litla, sem segir í athugasemdum við 122. gr. eml. Þó má segja, að yfirleitt sé staðreynd ekki sönnuð, nema færðar séu sterkar líkur fyrir tilvist hennar. f framkvæmd eru þó mörg dæmi um að minni kröfur séu gerðar til sönnunar, sbr. það, sem síðar segir um orsakatengsl og sakarstig.9 5. SÖNNUNARBYRÐI 5.1 Dómari sker úr um sönnunarbyrði. Tilvik, þar sem hún er felld á varnarað- ila í bótamálum Dómari getur almennt ekki neitað að dæma mál eða vísað því frá, þótt staðreyndir, sem um er deilt, liggi ekki ljósar fyrir. Frávísun af þeim sökum er einungis heimil í þeim tilvikum, sem málið er svo vanreifað af því að vanrækt var að afla gagna, sem fá má, eða ógerlegt er að átta sig á málavöxtum, sbr. 116. gr. eml.'° Þegar hvorki tekst með beinni né óbeinni sönnun að sanna það, sem haldið er fram um staðreyndir dómsmáls, verður dómari að skera úr hvor aðila skuli bera sönnunarbyrði. Venjulega merkir hugtakið sönnunarbyrði að aðili dómsmáls skuli bera halla af því að tiltekin staðhæfing um staðreynd málsins teljist ekki sönnuð, sbr. 121. gr. eml." Skortur á sönnun kann að stafa af því að eigi megi á milli sjá hvor málsaðila hafi meira til síns máls, þegar virtar eru líkurnar fyrir gagnstæðum staðhæfingum þeirra. Sönnunarskortur stafar þó oftar af því, að staðhæfing annars málsaðila er studd sterkari líkum en hins, en líkurnar eru þó ekki svo miklar, að dómari treysti sér til að leggja þær til grundvallar sem fullnægjandi sönnun, beina eða óbeina.12 Það, sem hér segir um sönnunarbyrði tjónþola um sök, verður að lesa með það í huga, að oft metur dómari allar aðstæður í heild og í reynd getur verið erfitt að greina sönnunaratriði skýrt frá öðrum vandasömum matsatriðum, er liggja til 8 Sbr. Gomard (1984), 327-328. 9 Sjá Hurwitz og Gomard. bls. 227. Sjá og Þór Vilhjálmsson, 50. Sbr. til athugunar H 1967. 55, D1 177. en þar taldi Hæstiréttur gagnaöflun og málflutningi af hendi stefnanda í héraði svo áfátt, að málsmeðferð þar var ómerkt og málinu vísað frá héraðsdómi. " Um tvenns konar merkingu hugtaksins sönnunarbyrði sjá Eiríkur Tómasson (1988), 247-248. 12 Hurwitz og Gomard, 228 og Gomard (1984), 330. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.