Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Page 27

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Page 27
aðildarríkjunum. I samningnum eru ótvíræð ákvæði um heimildir aðildarríkjanna til að setja einhliða forgangsfyrirmæli. ... Á hinn bóginn er gert ráð fyrir að undanþágur séu veittar að undangenginni sérstakri málsmeðferð ..., sem væri þýðingarlaus ef aðildarríkin gætu einfald- lega sniðgengið skuldbindingar sínar með lagasetningu. Reglan um að bandalagsréttur gangi fyrir landsrétti á sér einnig stoð í 189. gr. EBE-samningsins. Samkvæmt henni eru reglugerðir (Verordnungen) Evrópubandalagsins skuldbindandi og hafa lagagildi í aðildarríkjunum. Af öllu þessu leiðir að engin landsréttarákvæði geta gengið framar þeim rétti sem settur er með heimild í samningnum, rétti sem byggist á sjálfstæðri réttarheimild. Að öðrum kosti gæti hann ekki talist bandalagsréttur (í merkingunni samfélagsréttur) og réttargrundvöllur Bandalagsins sjálfs yrði virtur að vettugi. í þessari úrlausn og síðari dómum Dómstóls Evrópubandalagsins felst að ekki verði gert út um gildi, rétthæð og beina beitingu bandalagsréttar í aðildarríkjun- um - þ.e öll meginsjónararmiðin varðandi stöðu bandalagsréttarins í réttarkerfi hvers ríkis - á grundvelli landsréttar, heldur eftir reglum bandalagsréttarins sjálfs.4 Dómstóllinn hefur slegið því föstu í mörgum dómum að yngri fyrirmæli stj órnvalda í aðildarríkj unum, og einkum lagafyrirmæli, hl j óti að víkj a fy rir eldri ákvæðum í bandalagsrétti. Þetta þýðir þó ekki að fyrirmæli landsréttar sem ekki fá samþýðst bandalagsrétti, séu að engu hafandi, heldur álítur Dómstóllinn aðeins að bandalagsréttur gangi framar landsrétti. Þó er hér ekki um að ræða úrlausn uni rétthæð mismunandi réttarheimilda heldur reglu um hvernig með skuli fara þegar tvær réttarreglur fá ekki samrímst. Þegar svo hagar til og önnur reglan er á sviði bandalagsréttar en hin er landsréttarregla, verður dómarinn að taka bandalagsregluna fram yfir. Af þessu leiðir að ekki kemur til árekstra milli mismunandi réttarreglna nema þar sem bandalagsreglan hefur bein réttaráhrif.5 II. í 24. gr. stjórnarskrár Sambandslýðveldisins Þýskalands er gert ráð fyrir að yfirþjóðlegur réttur geti öðlast gildi. 24. gr. er svohljóðandi: 1. Sambandsríkiö (der Bund) getur framselt fullveldisréttindi til milliríkjastofnana með lögum. 2. Sambandsríkið getur gerst aðili að gagnkvæmu fjölþjóðlegu öryggiskerfi til verndar friði og veitt þar með samþykki fyrir takmörkun fullveldisréttinda sinna til að koma á og tryggja varanlegan frið og stöðugleika í Evrópu og meðal þjóða heims. 3. Til að greiða úr milliríkjadeilum mun Sambandsríkið gerast aðili að samkomulagi um almennan alþjóðlegan gerðardóm sem ríki heims verði að lúta. Með þessum ákvæðum er verið að játast undir friðsamlega og varanlega skipan í Evrópu og meðal þjóða heims. Til að þessu markmiði verði náð er Sambandsríkinu m.a. heimilað með ótvíræðum hætti að framselja fullveldisrétt- indi í hendur milliríkjastofnunum. Með framsali fullveldisréttinda til milliríkja- 4 Bleckmann, Europarecht, 4. útg., s. 237 5 Bleckmann, s. 238 4 25

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.