Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 6
Hins vegar ber sá, sem sóttur er til greiðslu bóta (varnaraðili) sönnunarbyrð-
ina varðandi hlutrænar ábyrgðarleysisástæður (samþykki, neyðarvörn o.fl.),
ósakhæfi, eigin sök tjónþola og aðrar sérstakar ástæður, er kunna að leysa
varnaraðila undan bótaskyldu að einhverju eða öllu leyti.
Takist þeim, sem verður fyrir tjóni, ekki að sanna sök, fær hann eftir
framansögðu ekki bætur eftir bótareglum, sem gera sök að skilyrði bótaskyldu,
sbr. t.d. sýknudóma í HRD 1940 122, ÍD 260, HRD 1962 232, ÍD 272 og HRD
1971, 907, D1 93. Tjónþoli verður einnig að bera tjón sitt bótalaust, ef hann
reisir kröfur sínar á hlutlægri bótareglu, án þess að geta sannað atvik, sem hafa
hlutlæga ábyrgð í för með sér, sbr. HRD 1971 907, D1 93 ogHRD 1977 1244, D2
100.
í lögum nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði (eml.) eru reglur um
sönnun. Þær veita þó aðeins takmarkaða hugmynd um gildandi sönnunarreglur,
því að samkvæmt eml. er dómara almennt falið vald til að meta hvort atriði er
nægilega sannað, svo og að skera úr um á hverjum sönnunarbyrði hvílir. Reglur
um sönnunarmat og sönnunarbyrði hafa því að mestu verið búnar til af
dómstólum. í 122. gr. eml. segir, að dómari skeri úr því eftir mati á öllu því, sem
fram kemur um þau atriði, sem sanna þarf, hvort staðhæfing um þau skuli talin
rétt eða ekki, nema sérstök fyrirmæli laga bindi hann við matið. í þessu
lagaákvæði kemur fram meginregla íslensks réttar um frjálst sönnunarmat.
Almenna greinargerð um sönnun, sönnunarnauðsyn og sönnunargögn er að
finna í ritum um réttarfar.1
2. LAGAATRIÐI OG STAÐREYNDIR
Venjulega er greint á milli ágreinings um lagaatriði (efni eða skýringu
réttarreglu) og ágreinings um staðreyndir (málsatvik). Sönnunarreglur taka
almennt einungis til ágreinings um staðreyndir.2
Til dæmis um hið fyrrnefnda má nefna ágreining um, hvort tiltekin háttsemi
varði bótaskyldu án sakar (hlutlægri ábyrgð), þ.e. tjónþoli heldur því fram gegn
mótmælum stefnda, að stefndi sé bótaábyrgur, þótt sannað sé, að hvorki hann
né maður, sem hann ber ábyrgð á, eigi sök á tjóni því, sem málið reis af. Dæmi
um ágreining um staðreyndir er deila um hvort kindur A hafi spillt gróðri í
skrúðgarði B, hvort skemmdir á bifreið C hafi hlotist af þakplötum, er fuku af
húsi D, hvort sjúkdómur E stafi af mengun á vinnustað hans, hvort bifreiðar-
stjórinn F hafi gefið stefnumerki, hvort G hafi fest hönd sína í vél af orsökinni X
eða Y, hvort eldur hafi kviknað út frá rafmagni eða tóbaksreykingum eða hvort
tiltekin vinnubrögð séu venjuleg í ákveðinni starfsgrein.
1 Sbr. t.d. Þór Vilhjálmsson, 45 o.áfr.
2 Sbr. Þór Vilhjálmsson, 45. Sjá og Björn Þ. Guðmundsson, 452 og Eiríkur Tómasson (1987), 248.
4