Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 72

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 72
SAMTÖK EVRÓPSKRA LAGANEMA Lögfræðingar þekkja vel til starfsemi Orators, félags laganema, og hafa stutt starfsemi félagsins á ýmsan hátt. Hins vegar vita færri að innan lagadeildarinnar er starfandi annað félag sem annast samskipti íslenskra laganema við aðra evrópska laganema. Hér er átt við ELSA, Samtök evrópskra laganema, en ELSA er skammstöfun á „The European Law Students’ Association.“ ELSA var stofnað af laganemum frá Austurríki, Vestur-Þýskalandi og Ungverjalandi árið 1981. Frá þeim tíma hefur aðildarlöndum fjölgað jafnt og þétt. Þau eru nú 22 og félagsmenn vel yfir 150 þúsund. í stofnskrá samtakanna segir að hlutverk þeirra sé að „stuðla að og auka samstarf laganema, lögfræðinga og lögmanna á sviði lagakennslu og fræðistarfa.“ Þörfin fyrir þess háttar samtök er augljós, ekki síst á tímum sameiningar í Evrópu. Stórfelld aukning alþjóða- samskipta á sviði verslunar og iðnaðar leiðir til þess, að lögmenn sem starfa í viðskiptalífinu verða í síauknum mæli að vinna með starfsbræðrum sínum í öðrum löndum. Stofnendur ELSA vildu koma til móts við þessar þarfir og nú 10 árum síðar sjáum við að samtökunum hefur orðið vel ágengt á ýmsum sviðum. Eg vil í stuttu máli gera grein fyrir helstu þáttum starfseminnar í þeirri von að vekja áhuga lögfræðinga á því sem ELSA hefur upp á að bjóða. A sviði fræðistarfa má nefna útgáfu tímaritsins Law Review sem kom út í fyrsta skipti árið 1989. Stefnt er að því að birta í tímaritinu fræðigreinar í lögfræði sem ekki hafa birst áður í alþjóðlegum lögfræðitímaritum. í tímaritinu verða birtar greinar um lagakerfi ýmissa landa og lögfræðileg vandamál sem hafa víðtæk alþjóðleg áhrif. Höfundar þessara greina verða lögmenn, laganemar og fræðimenn í lögfræði. Þess má geta að í næsta tölublaði verður birt grein eftir dr. Magnús K. Hannesson lektor við lagadeild H.í. Hægt er að gerast áskrifandi að tímaritinu gegn vægu gjaldi og er þeim sem áhuga hafa bent á að hafa samband við stjórn ELSA á Islandi sem hefur aðsetur á skrifstofu Orators í Lögbergi. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að koma á rannsóknarstarfi innan ELSA. Meðal þess sem þegar hefur verið komið á fót er „Legal Research Programme and Assistance.“ Með þessari starfsemi gefst lögfræðingum og laganemum kostur á að fá upplýsingar um gildandi rétt annarra þjóða og aðstoð við úrlausn einstakra álitaefna. Starfseminni er ætlað að skapa tengsl annars vegar á milli starfandi lögfræðinga og fyrirtækja, sem eru í leit að upplýsingum, og hins vegar áhugasamra laganema, en þessi rannsóknarvinna getur jafnvel orðið hluti laganámsins. Það starf sem einna lengst er komið á veg innan ELSA eru vinnuskiptin en með þeim eru laganemum og ungum lögfræðingum boðin sumarstörf í aðildar- löndum ELSA. Lögfræðiskrifstofur og aðrir atvinnurekendur á þessu sviði erlendis hafa sýnt vinnuskiptunum mikinn áhuga og þeim störfum sem í boði eru fjölgar ár frá ári. Hér er bæði um að ræða störf sem svipuð eru almennum 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.