Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 14
Síðarnefndi dómurinn fjallar um bætur eftir tvo menn, sem drukknuðu með uppskipunarbáti, er sökk, þegar verið var að draga hann milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka. Eigandi uppskipunarbátsins var dæmdur bótaskyldur. Slysið bar þannig að höndum, að dómendur töldu ótvírætt, að báturinn hefði ekki verið hæfur til ferðar þessarar. Mátti rekja orsakir slyssins til þess. Hins vegar varð ekkert sannað um sök bátsverja eða hvað hefði gefið sig í bátnum, en nokkrum mánuðum fyrir slysið gerðu starfsmenn eiganda bátsins við hann til bráðabirgða. Tekið er fram í dómi, að báturinn hafi ekki verið skoðaður eftir bráðabirgðavið- gerðina, eins og lög stóðu til. Skýra má dóm þennan á fleiri en einn veg, en ekki fer á milli mála, að eigandinn bar halla af skorti á sönnun, af því að hann vanrækti að færa bátinn til skoðunar eftir viðgerð. Sbr. hins vegar HRD 1962 605, ÍD 259. Þar var krafist dánarbóta eftir skipverja, sem fórst með vélbát, er sökk með allri áhöfn. Sýknað var vegna skorts á sönnun. 5.2 Sönnun um orsakatengsl Eins og tekið var fram hér í upphafi, verður tjónþoli að sanna, að tjón hans verði rakið til hegðunar, sem stefndi ber ábyrgð á eftir skaðabótareglum. í þessu felst, að ekki nægir að sanna sök á stefnda (eða önnur atvik, sem eru grundvöllur bótaskyldu), heldur verður einnig að sanna að orsakatengsl séu milli bótagrund- vallar og tjóns. Fyrir kemur. að vikið er frá þessari reglu, þannig að ekki er krafist ótvíræðrar sönnunar um orsakatengsl. Er það einkum gert, þegar sök er sönnuð (eða atvik, sem valda bótaskyldu án sakar) og líkur benda til að tjónið sé afleiðing sakar (eða atvika, er varða hlutlægri bótaábyrgð), þótt ekki verði það fullkomlega sannað. I þessum tilvikum er fremur um það að ræða að slakað sé á kröfum um sönnun fyrir orsakatengslum heldur en að sönnunarbyrði um þau sé snúið við, sbr. HRD 1969 117, D1 114, þar sem húseigandi var dæmdur bótaskyldur vegna skemmda, er urðu á bifreið, þegar þakhluti fauk af húsinu. Festingum þakviða var áfátt og braut sá vanbúnaður í bága við byggingarsamþykkt. í dómi segir, að miða verði við, að fok þaksins hafi átt rót sína að rekja til nefnds vanbúnaðar. Um ábyrgð, sem að nokkru leyti styðst við hlutlæg sjónarmið sjá HRD 1974 977, D2 71. 1 dómi þessum þótti sannað, að á sódavatnsflösku var veikur blettur. Flaskan sprakk og olli slysi. Sagt í dómi, að eigi hafi verið leitt í ljós, að slysið stafaði af annarri orsök en veikleika flöskuglersins. Almennt er talið, að því stórfelldari sem sökin er, þeim mun meiri ástæða sé til að draga úr kröfum um sönnun fyrir orsakatengslum.17 Hér má nefna HRD 1981 496 um vinnuslys við fjölbýlishús, sem byggingarfé- lag eitt hafði í smíðum. Báðir stefndu voru dæmdir bótaskyldir, þótt full sönnun lægi aðeins fyrir um orsakatengsl að því er varðar annan stefndu. Málsatvik voru 17 Sbr. Ussing, 202, Vinding Kruse. 501 og von Eyben. 102. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.