Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 44
mennt eru viðhafðar í dómstólum aðildarríkjanna felst í því að dómstóllinn leitast við að túlka lagareglur með hliðsjón af því markmiði sem stefnt er að með Evrópubandalaginu. Astæðan er einkum sú að Rómarsamningurinn hefur að geyma mjög umfangsmikla áætlun. Áætlunin er sett fram sem stefnuyfirlýsing eða með mjög almennum orðum, sem gefa töluvert svigrúm við túlkun, þar sem lokatakmarkið er sameiginlegt markaðssvæði með sem minnstum hindrunum í vegi launþega og atvinnurekenda og í vegi fyrir vöruviðskiptum, þjónustu og fjármagnsflutningi. Segja má að ekki sé óeðlilegt að Dómstóllinn túlki réttar- reglurnar með hliðsjón af þessum markmiðum. Af þessu leiðir að Dómstóllinn er kannski ekki jafn trúr orðalagi einstakra réttarheimilda og vanalegt er hjá dómstólum aðildarríkjanna. í sumum tilvikum má jafnvel segja að litið hafi verið framhjá því sem sagt er berum orðum, en tilgangurinn með Evrópubandalaginu látinn ráða túlkuninni.15 Hæpið verður að telja að dómstólar gætu almennt leyft sér að taka upp túlkunarreglur sem þessar nema þeim hafi verið komið á fót við þær aðstæður sem Dómstóllinn varð til, þ.e. við það að nýtt réttarkerfi var skapað sem ekki átti sér neina hliðstæðu. Margir fræðimenn hafa gagnrýnt Dómstólinn fyrir túlkunaraðferðir hans og talið hann ganga of langt í því að túlka réttarreglurnar í samræmi við þau markmið sem stefnt er að með Evrópubandalaginu.16 10. LOKAORÐ Eins og sagt var í upphafi hefur hér aðeins verið stiklað á stóru um Dómstól Evrópubandalagsins. Reynt hefur verið að gera grein fyrir helstu málaflokkum sem fyrir Dómstólinn geta komið, starfsemi hans og uppbyggingu almennt. Dómstóllinn hefur í raun gegnt veigameira hlutverki við sameiningu Evrópu en margan grunar og víst er að við gerð stofnsamninga Evrópubandalagsins óraði þá sem að þeim stóðu ekki fyrir því hve stóru hlutverki Dómstóllinn ætti eftir að gegna í þeirri þróun. Eg vil sérstaklega benda á það að lokum að sá málaflokkur sem kemur til með að skipta íslenska lögfræðinga mestu máli við hugsanlega tilkomu Evrópsks efnahagssvæðis eru hinir svokölluðu forúrskurðir. Með tilkomu sambærilegs kerfis á hinu Evrópska efnahagssvæði og gildir hjá Evrópubandalaginu, munu íslenskir dómstólar væntanlega ýmist verða skyldir eða hafa heimild til að óska eftir túlkun sameiginlegs alþjóðadómstóls á hinum sameiginlega rétti Evrópska efnahagssvæðisins. Dómstólar hér á landi myndu síðan væntanlega verða að einhverju leyti bundnir af niðurstöðu þessa alþjóðadómstóls. Með slíku fyrir- komulagi væri vissulega um að ræða grundavallarbreytingu á íslensku réttarfari. 15 Eitt skýrasta dæmið um þetta er mál nr. 294/83, Partie Ecologiste „Les Verts“ gegn Evrópska þinginu. 16 Einna harðast hefur prófessor Hartley gagnrýnt dómstólinn, sjá nánar bls. 76-77 og 254-261. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.