Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Page 41

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Page 41
samþýðanleika bandalagsréttarreglu og réttarreglu innanlandsréttarins. Með túlkun Dómstólsins á bandalagsréttarreglunni að vopni getur hann metið þetta. Þrátt fyrir hið takmarkaða hlutverk Dómstólsins í málum sem skotið er til forúrskurðar, skipta úrlausnir hans geysimiklu máli. Á fyrstu árum gildistíma Rómarsamningsins var sáralítið um það að óskað væri forúrskurða. í fyllingu tímans hafa forúrskurðir hins vegar öðlast sess sem mikilvægustu úrlausnir Dómstólsins. Ein af meginástæðunum fyrir því er vaxandi samstarf í löggjafar- starfsemi innan Evrópubandalagsins á hinum ýmsu sviðum, en evrópubanda- lagsrétturinn hefur virk áhrif í lögskiptum einstaklinga, lögaðila og stjórnvalda vegna þess að þessir aðilar geta borið bandalagsréttinn fyrir sig til sóknar og varnar fyrir dómstólum aðildarríkjanna. Það var einmitt með forúrskurðunum, sem Dómstóllinn skapaði grundvallarreglurnar um bein réttaráhrif evrópu- bandalagsréttar og forgangsáhrif hans fram yfir innanlandsrétt einstakra aðild- arríkja. Málum, sem höfða má beint fyrir Dómstólnum, er hægt að skipta í tvo flokka eftir því á hvaða heimildum dómsvald Dómstólsins byggist. Annars vegar er um að ræða mál þar sem lögsaga Dómstólsins byggist á samningi málsaðila og hins vegar mál þar sem lögsaga Dómstólsins byggist á bandalagsréttinum sjálfum. Mál þar sem dómsvald Dómstólsins byggist á samningi málsaðila eru sjaldgæf. Sem dæmi má nefna ágreining út af þjóðréttarsamningi sem Evrópubandalagið hefur gert við ríki sem ekki eru aðilar að bandalaginu. í slíkum samningum getur verið kveðið á um lögsögu Dómstólsins. í málum þar sem lögsaga Dómstólsins byggist á réttarreglum Evrópubanda- lagsins, getur dómsvaldinu ýmist verið þannig háttað að Dómstóllinn hafi svonefnda ótakmarkaða endurskoðunarheimild,14 eða þannig að Dómstóllinn hafi aðeins heimild til þess að segja til um hvort tiltekin ákvörðun sé gild eða ógild og aðeins á tilteknum lagagrundvelli. Verður nánar að þessu vikið síðar, en hitt er miklu algengara að skipta þeim málum, þar sem Dómstóllinn byggir dómsvald sitt á settum lagaákvæðum evrópubandalagsréttarins, í tvo flokka eftir því hvort varnaraðili í máli getur verið einhver stofnun bandalagsins eða eitthvert aðildarríki. Nokkuð er um heimildir til að höfða mál gegn einstökum stofnunum Evrópubandalagsins. í fyrsta lagi er hægt að höfða svokallað ógildingarmál til þess að fá fellda úr gildi ákvörðun sem hefur bein lagaáhrif og ráðið eða framkvæmdastjórnin hefur tekið. í öðru lagi er hægt að höfða svokallað aðgerðarleysismál, í þeim tilgangi að fá stofnun Evrópubandalagsins dæmda til að taka ákvörðun, sem henni er skylt að taka. Ógildingarmál og aðgerðarleysis- 14 Á ensku plenary jurisdiction 39

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.