Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 20
og lætur stefnda bera halla af því að honum tekst ekki að sanna, að tjónið verði hvorki rakið til sakar hans né manna, sem hann ber ábyrgð á. Þegar sönnun brestur um þetta, fellur bótaskylda á stefnda hvor leiðin sem farin er. 5.7 Sönnunarbyrði um fjárhæð tjóns Sönnunarbyrði fyrir fjárhæð tjóns hvílir, svo sem fyrr greinir, að jafnaði á tjónþola. Leggi hann ekki fram fullgild sönnunargögn fyrir tjóni því, sem hann telur sig hafa orðið fyrir, er meginreglan sú, að krafa hans verður ekki tekin til greina, sbr. t.d. HRD 1983 1297.25 Oft er ógerlegt að afla öruggrar sönnunar um hversu mikið tjón hefur hlotist af háttsemi þeirri, sem skaðabótakrafa stofnast af. Fyllstu kröfur um sönnun verða þá ekki gerðar.26 Ekki er unnt að gefa almenna reglu um hversu miklar kröfur verði að gera til tjónþola um sönnun, þegar svo stendur á, en sem dæmi má nefna HRD 1978 782, D2 128 og HRD 1986 742, er nánar verður getið síðar. í báðum þessum dómum voru bætur dæmdar að álitum, enda var aðstaða til að færa sönnur um fjárhæð tjóns sérstaklega erfið. f fyrrnefndum dómi (HRD 1978 782), sem varðar ólögmæta afturköllun loftferðaleyfis, segir m.a. svo: „Mjög skortir á, að gagnáfrýjandi hafi gert ljósa grein fyrir áætlunum sínum um loftferðastarfsemi eftir 1. desember 1970 ... I'að er þó samróma álit undirmatsmanna, yfirmatsmanna og héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum samdómendum. að afturköllun Ieyfisins ... hafi valdið gagnáfrýjanda nokkru fjárhagstjóni.“ Síðar í dóminum segir, að eins og málinu sé háttað, þyki mega ákveða að álitum það tjón, sem gagnáfrýjandi hafi beðið. Ef sönnunargögn um tjónið sjálft hafa farið forgörðum vegna atvika, sem tjónþoli ber ábyrgð á, verður hann almennt að bera halla af því. Stundum veita gögn málsins þó einhverjar upplýsingar, sem unnt er að nota til að áætla fjárhæð tjóns. Þá getur verið rétt að dæma nokkrar bætur, en við ákvörðun fjárhæðar þeirra yrði litið til þess, að tjónþoli ber ábyrgð á því að fullnægjandi upplýsingar liggja ekki fyrir. Oft myndi tjónþoli þó verða talinn hafa fyrirgert öllum bótarétti. Til dæmis um mál, þar sem tjónþoli hefur vanrækt að afla gagna um tjón, má nefna HRD 1985 116, sem varðar skemmdir, er urðu á bifreið, sem starfsmenn Akranesbæjar höfðu tekið í vörslu sína. í dómi þessum er tekið fram, að tjónþoli hafi ekki látið meta skemmdir á bifreið sinni. Var fjárhæð bóta því ákveðin á grundvelli lýsingar vitna á skemmdunum, svo og öðrum gögnum, sem fyrir lágu. Beri hinn bótaskyldi hins vegar ábyrgð á því að sönnunargögn um sjálft tjónið hafa spillst eða eyðilagst, eru fullar bætur dæmdar á grundvelli áætlunar um fjárhæð tjóns, sbr. t.d. HRD 1974 96, HRD 1980 1920, HRD 1982 902 (öll málin 25 Hafi ekki verið gætt réttra aðferða við mat getur það leitt til réttarspjalla fyrir tjónþola, sbr. t.d. H 1947, 40 og H 1970, 1044. Um formgalla á mati verður að vísa til rita um réttarfar. 26 Sjá nánar Vinding Krusc, 352 og Ussing, bls. 202. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.