Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 21
varða lausafé, sem starfsmenn sveitarfélaga fjarlægðu með ólögmætum hætti og
eyðilögðu). Pó að hinn bótaskyldi hafi ekki beinlínis spillt gögnum um tjónið
sjálft, geta atvik verið þannig að telja verði, að honum standi nær en tjónþola að
tryggja sér sönnun um tiltekin atriði.
Um þetta má vísa til HRD 1986 742, sem varðar deilu tveggja sameigenda að fiskiskipi. Annar
eigendanna (stefndi) hindraði hinn á ólögmætan hátt í að nýta sér eignarhluta sinn í skipinu.
Stefndi hélt skipinu til veiða um árabil. Gögn um ásigkomulag skipsins, haffæri þess og notkun
meðan stefndi hélt því f umráðum sínum voru óglögg. f dómi segir, að stefnda hafi átt að vera í
lófa lagið að upplýsa hvernig framangreindum atriðum var háttað. Þótti mega dæma stefnda til
að greiða nokkrar bætur vegna meðferðar og nýtingar hans á skipinu.
Hafi hinn bótaskyldi átt þess kost að fylgjast með skoðun eða mati á tjóni, en
gerir það ekki, getur hann glatað rétti til að hafa uppi mótbárur um bótafj árhæð,
sbr. t.d. HRD 1980 1239, sem að vísu varðar bætur á grundvelli samnings.
Ástæða getur verið til að slaka á kröfum um sönnun fyrir tjóni, ef tjón er
afleiðing mjög ámælisverðrar hegðunar, sbr. t.d. HRD 1947 40 og HRD 1965
806, en í báðum þessum dómum er tekið fram, að þegar litið sé á hið ólögmæta
atferli stefnda, sem leiddi til þess, að tilteknir munir fóru forgörðum, verði
sönnunarbyrðin fyrir fjárhæð tjónsins ekki lögð einvörðungu á þann, sem fyrir
tjóninu varð.
í málum um bætur vegna slysa reynir m.a. á sönnun um hve mikið fjártjón
hefur hlotist af slysinu. Sérstaklega er erfitt að meta tjón vegna missis tekna í
framtíðinni. Ákvörðun bótafjárhæðar fyrir slíkt tjón verður samkvæmt eðli
málsins að byggjast á áætlun og mati. Um það vísast til rita um ákvörðun
örorkubóta.27
6. EFNISÚTDRÁTTUR
Það er almenn regla, að sá, sem gerir bótakröfu, ber sönnunarbyrðina fyrir
tjóni sínu og því, að skilyrði bótaskyldu séu fyrir hendi. í þessu felst, að hann
verður að sanna: (1) hverju tjóni hann hafi orðið fyrir; (2) sök af hálfu
varnaraðila eða atvik, sem leiða til bótaskyldu án sakar; og (3) að tjónið sé
afleiðing sakar eða annarra atvika, sem eru grundvöllur bótaábyrgðar skv. 2.
lið. Á hinn bóginn ber sá, sem sóttur er til greiðslu bóta, sönnunarbyrðina um
hlutrænar ábyrgðarleysisástæður, eigin sök og aðrar sérstakar ástæður, er geta
leyst hann undan bótaábyrgð að nokkru eða öllu.
Reglur um sönnunarmat og sönnunarbyrði hafa að mestu verið myndaðar af
dómstólum, því að sönnunarreglur eml. nr. 85/1936 hrökkva skammt, þegar
leysa á einstök raunhæf viðfangsefni (1. kafli).
Sönnunarreglur varða yfirleitt aðeins staðreyndir, en ekki lagaatriði (2. kafli).
27 Sjá t.d. Arnljótur Björnsson (1990), bls. 387-409.
19