Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 7
í enskum og bandarískum rétti skiptir þessi greinarmunur máli, einkum vegna þeirrar meginreglu, að hlutverk kviðdóms er að skera úr ágreiningi um staðreyndir, en löglærðra dómara að leysa ágreining um lagaatriði.3 Hér á landi og í flestum nágrannaríkjunum varðar ekki eins miklu að greina hér á milli, vegna þess að sami dómari dæmir bæði um lagaatriði og staðreyndir. Þegar ágreiningur er um skaðabótaskyldu, getur í reynd verið erfitt að draga skýra markalínu milli lagaatriða og staðreynda, t.d. má deila um, hvort álit dómara um það hvað tjónvaldi hafi mátt vera ljóst, sé úrlausn um lagaatriði eða staðreynd, sbr. t.d. HRD 1934 862, ÍD 282 (starfsmönnum við kolakrana mátti vera ljóst, að samfara vinnu með krananum við nánar tilgreind veðurskilyrði hlaut að vera allmikil hætta); HRD 1954 549, ÍD 260 (stjórnendur verks máttu sjá fyrir nokkra slysahættu af því að mjótt bil var á milli kolapalls og palls vörubifreiðar, sem verkamenn voru að ferma); og HRD 1974 356, D2 14 (10 ára gömlum dreng mátti vera ljóst, að bogi og ör gátu verið hættuleg leiktæki). 3. HUGTAKIÐ SÖNNUN. BEIN SÖNNUN OG ÓBEIN. LÍKUR Þegar hugtakinu sönnun er lýst, hefur verið sagt, að tekist hafi að sanna tiltekna staðreynd eða staðhæfingu um staðreynd, þegar svo góð rök hafi verið leidd að staðhæfingunni eftir heilbrigðri skynsemi og mannlegri reynslu, að menn hljóti almennt að líta svo á, að staðhæfingin sé rétt.4 Greina má milli beinnar sönnunar og óbeinnar. Bein sönnun kallast það, er sönnunargagn varðar beinlínis þá staðreynd, sem sanna á, t.d. er menn horfa á barn falla í brunn. Óbein sönnun er það, þegar sönnuð staðreynd, ein eða fleiri, er notuð til að draga þá ályktun, að önnur staðreynd, sem bein sönnun liggur ekki fyrir um, hljóti samkvæmt mannlegri reynslu að vera eða hafa verið fyrir hendi. Til dæmis um óbeina sönnun má nefna, að mjög löng hemlaför eftir bifreið benda almennt til að hún hafi verið á mikilli ferð áður en hemlað var. Ýmis önnur ummerki á vettvangi tjónsatburðar geta og falið í sér óbeina sönnun atburða. Ummerkin veita með öðrum orðum líkur eða jafnvel vissu fyrir því að tilteknir atburðir hafi gerst, sbr. t.d. HRD 1956 731, en þar voru atvik þau, að gæslumaður farms á vörubifreið hvarf af palli bifreiðarinnar, án þess að ökumaður yrði þess var. Gæslumaðurinn fannst örendur við þjóðveginn, sem bifreiðinni var ekið um nokkru áður. Af verksummerkjum þótti mega ráða með fullri vissu, að lág símalína, sem hékk þvert yfir veginn, hefði svipt manninum af pallinum og valdið þannig bana hans. Var þetta lagt til grundvallar og sá, sem ábyrgð bar á vanbúnaði símalínunnar, dæmdur bótaskyldur. Réttaráhrif beinnar og óbeinnar sönnunar eru þau sömu. í reynd skiptir því 3 Sbr. t.d. Prosser & Keeton, 235 og Fleming, 292 o. áfr. 4 Þór Vilhjálmsson, 45. Sbr. og Alþt. 1935 A, 964. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.