Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 17
sönnunarreglu (hin latneska setning merkir: hluturinn talar sínu máli eða
orðrétt: hluturinn sjálfur talar). Regla þessi er í stórum dráttum þess efnis, að
líkur eru fyrir sök þegar tjón hlýst af atvikum, er verða á umráðasviði stefnda
eða manna, sem hann ber ábyrgð á, og þessi atvik ber venjulega ekki að höndum
eða valda a.m.k. ekki tjóni, ef stefndi og menn hans sýna eðlilega aðgæslu.
Reglan hefur t.d. verið notuð í enskum og bandarískum rétti um eftirfarandi
tilvik: Rúður eða múrsteinar, sem falla úr húsi niður á götu; lyftur, sem falla
niður; hús, er hrynja; gas eða vatn, sem lekur úr bilaðri leiðslu; rafmagn, er
leiðir út úr vír eða raftæki; ketilsprengingar og annars konar sprengingar;
loftmengun af ryki eða skaðvænum lofttegundum frá fasteign; vélar, er fara
fyrirvaralaust í gang án sýnilegra ytri orsaka; hjól, sem detta undan bifreið og
skemmdar matvörur í niðursuðudósum eða öðrum loftþéttum ílátum.20
Reglan hefur á hinn bóginn ekki verið notuð um atvik, sem oft geta samkvæmt
almennri reynslu manna borið að höndum, án þess að nokkrum verði kennt um,
t.d. fall í stiga, í kyrrstæðum almenningsvagni, á gólfi eða götu; hjólbarða, er
springur við notkun bifreiðar; eða eldsvoða af ókunnum orsökum.
Athugandi er, hvort „res ipsa loquitur41 reglan á sér stoð í íslenskum rétti. í
HRD 1968 1051, HRD 1970 434 og HRD 1970 544 er ábyrgð lögð á vinnuveit-
anda launþega, er slasast við vinnu sína af völdum galla eða bilunar í tæki í eigu
vinnuveitandans. Bótaskylda var dæmd, þrátt fyrir það, að eigi sannaðist að
rekja mætti galla eða bilun tækisins til sakar af hálfu vinnuveitanda, sem átti
tækið og notaði það í atvinnurekstri sínum. Eftir „res ipsa loquitur“ reglunni ber
vinnuveitandi ábyrgð í þessum tilfellum, af því að honum tekst ekki að sanna
sakleysi sitt eða manna, er hann ber ábyrgð á. Orðalag forsendna þessara dóma
bendir þó til þess að beitt sé hreinni hlutlægri bótareglu og þannig hafa þeir verið
skýrðir.21
Með dóminum í HRD 1953 617 um sprengingu, er varð í einum flutnings-
geymi olíuskipsins Þyrils, var skaðabótaskylda lögð á útgerðarmann, sem
jafnframt var eigandi skipsins. Til grundvallar bótaskyldu var lagt, að ástæðan
fyrir sprengingunni hafi verið annað tveggja, bilun í tækjum eða mistök. Með
vísun til þess og með hliðsjón af því, hversu almennt hættulegt það verkefni var,
sem skipverjar fengust við, voru aðstandendum háseta, er fórst við sprenging-
una, dæmdar bætur. í dómi er tekið fram, að ekki sé talið sannað, að skipverjar
hafi átt sök. Hér eru bilun og sök lögð að jöfnu sem bótagrundvöllur, þ.e. að
útgerðarmaður er álitinn bótaábyrgur af hvorri ástæðunni sem er. Dómur þessi
hefur verið skýrður svo, að beitt hafi verið „réttarreglu svipaðri þeirri, er 34. gr.
[bifreiðajlaga nr. 23/1941 kvað á um“, þ.e. að sönnunarbyrði hvíli á þeim, sem
20 Sjá Prosser & Keeton, 244-5.
21 Sjá Arnljótur Björnsson (1979), 177-181.
15