Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 26
þjónustustarfsemi varðar þýðir þessi regla, að bæði launafólk og sjálfstæðir þjónustuaðilar geta stundað atvinnu í öllum aðildarríkjum bandalagsins, svo fremi sem þau geta sýnt prófskírteini eða önnur skilríki fyrir þeirri starfshæfni, sem krafist er í heimalandi þeirra. Mikilvægi þessarar reglu liggur í augum uppi: Vörur og þjónusta sem uppfylla skilyrði um framleiðslu og markaðssetningu í einu aðildarríki þurfa ekki að auki að fullnægja strangari gæðakröfum eða öðrum gæðakröfum í innflutningslandinu, en þannig verður komist hjá kostnað- arsamri sérframleiðslu fyrir markaði einstakra aðildarríkja. Launþegar og þeir aðilar sem stunda sjálfstæða þjónustustarfsemi geta stundað atvinnu alls staðar í ríkjum Bandalagsins án þess að þurfa að gangast undir frekari hæfnisskilyrði í innflutningslandi.2 3 Enn er þörf töluverðs átaks til að kynna mönnum þessar nýju reglur. Dómarar í aðildarríkjunum eru hér undir sömu sök seldir og aðrir, en ábyrgð þeirra er sérlega rík á þessu sviði. Almælt er, og það með réttu, að á vissum sviðum scu bandalagsríkin nokkrir eftirbátar í því að beita fyrirmælum bandalagsréttarins þar sem við á. Dómurum ber að sjá til þess að réttur Bandalagsins sé virtur og að fyrirmælum hans sé beitt. Þeim ber að blása lífi í bandalagsréttinn. Til þess þarf ekki einungis jákvætt viðhorf til evrópuhugmyndarinnar, heldur öllu fremur haldbæra þekkingu á bandalagsrétti og rétti aðildarríkja Evrópubandalagsins. En dómararnir í aðildarríkjum Bandalagsins þurfa ekki aðeins að fást við eigin landsrétt og bandalagsrétt, heldur einnig rétt annarra Evrópuríkja í vaxandi mæli, en af því leiðir að gera verður kröfur til að þeir þekki og skilji efnisreglur þessara réttarkerfa. I. Að því er bandalagsréttinn varðar felst þegar í EBE-samningnum ráðagerð um hlutverk dómara aðildarríkjanna í evrópusamstarfinu. Dómstóll Evrópu- bandalagsins’ hefur komist svo að orði um þetta: EBE-samningurinn er að því leyti ólíkur venjulegum alþjóðasamningum að með honum var komið á sérstakri réttarskipun scm varð hluti af rétti aðildarríkjanna við gildistöku samningsins. þannig að dómstólum þeirra ber að beita fyrirmælum hennar í úrlausnum sínum. Bandalagið hefur eigin stofnanir, rétthæfi, gerhæfi og þjóðréttaraðild, en síðast en ekki síst hefur það öðlast ósvikið fullveldi fyrir takmörkun og framsal fullveldisréttinda aðildarríkjanna. Með stofnun bandalags. sem ætlað er að haldast um ótiltekinn tíma, hafa aðildarríkin þannig skert fullveldi sitt á afmörkuðu sviði og komið á réttarkerfi sem bindur bæði þau og þegna þeirra. bessi lögtaka bandalagsréttarins í aðildarríkjunum á gagnkvæmisgrundvelli gerir þeim ókleift að gera ráðstafanir á gildissviði hans í bága við fyrirmæli hans. Skuldbindingar sem aðildarríki hafa gengist undir með EBE-samningnum væru ekki skilorðs- lausar, heldur aðeins óæðri réttarheimildir, ef hægt væri að virða þær að vettugi með löggjöf í 2 M. A. Dauses, EuZW 1990, 9, 10 3 EuGHE X, 1251 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.