Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 39
Álagið á Dómstól Evrópubandalagsins var orðið svo mikið að meðferð dómsmála var farin að taka mjög langan tíma. I öðru lagi var tilgangurinn með stofnun Undirréttarins að auka réttaröryggi innan réttarkerfis Evrópubandalagsins. Undirrétturinn hefur aðsetur í Lúxemborg eins og Dómstóllinn. Hann er skipaður 12 dómendum, einum frá hverju aðildarríki, og eru þeir skipaðir af ráðinu til 6 ára í senn. Undirrétturinn starfar í deildum og í hverri deild eru 3 eða 5 dómendur. Þó getur dómurinn starfað fullskipaður í vissum málum sem hafa sérstaka almenna þýðingu eða eru álitin mikilvæg. Dómurinn getur talist fullskipaður ef hann er skipaður minnst 7 dómendum í einstöku máli. Ekki má birta sératkvæði dómenda Undirréttarins og atkvæðagreiðslur og aðrar ráðagerðir um niður- stöðu dómsmála fara leynt. Gert er ráð fyrir því að aðallögsögumenn geti starfað við Undirréttinn. Undirrétturinn getur sjálfur ákveðið hvernig starfsemi þeirra skuli háttað og í hvaða málum þeir skuli starfa. Hann getur jafnvel ákveðið að einn af dómend- unum skuli starfa sem aðallögsögumaður í tilteknu máli. Undirrétturinn getur ekki dæmt í málum sem höfðuð eru af aðildarríkjum eða stofnunum Evrópubandalagsins og heldur ekki málum sem send eru til forúr- skurðar. Eftir standa þá mál sem einstaklingar eða lögaðilar geta höfðað gegn stofnunum Evrópubandalagsins, t.d. til greiðslu skaðabóta eða út af samkeppn- isreglum." 8. DÓMSVALD12 Eins og áður segir er lögmætisreglan grundvallarregla í evrópubandalagsrétti. Dómsvald Dómstólsins nær því aðeins til þeirra málaflokka sem kveðið er á um í bandalagsréttinum sjálfum nema öðruvísi sé kveðið á um í lögmætri heimild eins og t.d. þjóðréttarsamningi, og það nær ekki lengra en hin lögmæta heimild kveður á um. Dómsvaldið er því misvíðtækt eftir því um hvaða málaflokk er að ræða hverju sinni. Nokkrar aðferðir eru til við að flokka eða greina þær heimildir sem kveða á um starfsemi Dómstólsins. Algengast er þó að byrja á því að greina annars vegar á milli dóma og hins vegar álita, sem eingöngu eru ráðgefandi. Álit eru mun sjaldgæfari en dómar, en til þess getur komið í ýmsum tilvikum að óskað er álits Dómstólsins á einhverju tilteknu málefni. Sem dæmi má nefna það þegar framkvæmdastjórnin eða aðildarríki óskar álits á því hvort tiltekinn þjóðréttar- " Sjá nánar Brown bls. 64-69 og Kennedy E.L.R. nr. 14. 12 Umfjöllun um dómsvaldið er meginuppistaðan dómstólskafla allra þeirra rita sem getið er í ritaskrá og fjalla þau öll mjög ítarlega um það. P\ísé ég ekki ástæðu til að vitna til einstakra rita eða blaðsíðna í þessum kafla. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.