Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Síða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Síða 8
ekki miklu máli að greina hér á milli. Það, sem mestu máli skiptir, er, að dómari leggur sjálfstætt mat á öll sönnunargögn eftir reglunni í 122. gr. eml. Meginreglan um frjálst sönnunarmat gildir með öðrum orðum jafnt um beina sönnun og óbeina. Það er því hlutverk dómara að meta, hvort líkur séu nægilega miklar til að veita óbeina sönnun um það, sem sanna skal. Dæmi: í dómsfor- sendum í HRD 1977 579, D2 78 segir m.a. að yfirgnæfandi líkur þyki vera fyrir því, að tiltekin bifreið hafi skemmst af þakplötum, er fuku af fjölbýlishúsi stefndu. Virðist mega gera ráð fyrir, að hér telji dómendur nægilega sannað með óbeinni sönnun, að skemmdirnar hafi hlotist með þessum hætti. Hins vegar voru húseigendur sýknaðir vegna þess að sök varð ekki sönnuð.5 Orðið líkur er einnig notað um ófullnœgjandisönnun, þ.e. í annarri merkingu en að framan greinir. Þegar sagt er, að líkur séu fyrir því að tiltekin staðreynd hafi gerst, en það þyki þó ekki nægilega sannað, þá er orðið líkur notað í síðargreindri merkingu, þ.e. um ófullnægjandi sönnun.6 4. HVE MIKLAR ÞURFA LÍKUR AÐ VERA TIL ÞESS AÐ SÖK TELJ- IST SÖNNUÐ? í refsimálum gildir sú regla, að allur skynsamlegur vafi um sök sökunautar skal metinn honum í hag („in dubio pro reo“), sbr. 45. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála (oml.). Því ber að sýkna, ef dómara þykir ekki vafalaust að ákærði hafi framið afbrot það, sem hann er sakaður um.7 Þessi stranga sönnunarregla gildir ekki í skaðabótamálum. í þeint eru dómendur ekki bundnir af öðru en reglum eml. um mat á sönnun. Kemur því fyrir, að maður er sakfelldur í skaðabótamáli, þótt líklegt sé, að hann hefði verið sýknaður af refsikröfu, ef refsimál hefði verið höfðað. í HRD 1984 233, D3 144, var talið sannað, að kona nokkur hefði valdið eldsvoða og hún dæmd skaðabóta- skyld, þótt hún hefði áður í refsimáli verið sýknuð af refsi- og bótakröfum. Dómi sakadóms var ekki áfrýjað. Er tekið fram í dómi Hæstaréttar, að rétturinn sé ekki bundinn af sönnunarmati sakadóms, er hann dæmi í einkamálinu. Sýknu- dómur í refsimáli þarf þess vegna ekki að vera merki um, að tilgangslaust sé að gera skaðabótakröfu á grundvelli sakarreglunnar eða reglunnar um vinnuveit- andaábyrgð. Auk þess er brot oft ekki refsivert, nema því sé valdið af ásetningi, sbr. 18. gr. 5 Sbr. ogdóm í H 1984,271, D393, en þar segir m.a.: „Leilt hefur veriö í ljós, aðsímalína, sem tengd var húsinu Kirkjulæk I, var spennuhafa af því, að rafmagnsheimtaug að Kirkjulæk II hafði lagst á hana. Eru svo yfirgnæfandi líkur til þess, að þetta hafi valdið því, að eldur kom upp í húsinu Kirkjulæk I. að við það verður miðað, enda ekkert. sem bendir til. að eldsupptök hafi verið önnur." Sýknað var í málinu. af því að meiri hluti dómenda taldi ekki sannað, að stefndu yrði kennt um að línurnar snertust. 6 Þór Vilhjálmsson, 49. 7 Sbr. Einar Arnórsson (1951), 115. 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.