Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 38
dómara ákveðnum þrýstingi með því að hóta honum að hann verði ekki
tilnefndur aftur nema hann gæti hagsmuna heimaríkis síns. Það dregur þó úr
hættu á þessu að öll aðildarríkin verða að vera sammála um skipun allra
dómaranna. Jafnframt rná segja að visst öryggi sé í því fólgið að umræður
dómara um niðurstöður í dómsmálum fara fram með mikilli leynd, og að sérálit
einstakra dómara má ekki birta.
Dómararnir eru á engan hátt fulltrúar ríkisstjórna aðildarríkjanna og verða að
gæta fyllsta hlutleysis og sjálfstæðis í dómstörfum.
Dómarar geta þeir einungis orðið sem eru hæfir til að gegna æðstu dómara-
stöðu í heimalandi sínu, eða þeir sem hafa getið sér sérstaks orðstírs á sviði
lögfræði. Friðhelgi, skatt- og tollfríðinda njóta dómararnir í ríkum mæli.
Dómararnir kjósa með Ieynilegri kosningu einn úr sínum hópi til þess að vera
forseti til þriggja ára í senn."
6. AÐALLÖGSÖGUMENN''
Ekki er hægt að skilja við umfjöllunina um dómarana án þess að minnast á
hina svokölluðu aðallögsögumenn.
Sex aðallögsögumenn eru Dómstóli Evrópubandalagsins til aðstoðar. Hlut-
verk þeirra er í grófum dráttum það að leggja fram rökstudda tillögu að
niðurstöðu dóms, áður en Dómstóllinn kveður upp dóm sinn. Aðeins einn
lögsögumaður er útnefndur við meðferð hvers einstaks máls.
Fyrirmyndin er sótt til franska stjórnlagadómstólsins, og er markmiðið með
þessu fyrirkomulagi að auka réttaröryggi, þar sem áliti lögsögumannanna má
líkja við niðurstöðu á fyrsta dómstigi.
Oft kemst Dómstóllinn að sömu niðurstöðu og aðallögsögumaðurinn, en svo
er þó ekki í nærri öllunr tilvikum. Auk þess er rétt að benda á að þótt
Dómstóllinn komist að sömu niðurstöðu og aðallögsögumaðurinn þarf það ekki
alltaf að vera með sömu rökuni.
Um útnefningu aðallögsögunranna, hæfi, friðhelgi og önnur atriði gilda í
stórum dráttum sömu reglur og um dómarana.1"
7. UNDIRRÉTTURINN
Undirrétturinn tók til starfa seinni hluta árs árið 1989 eins og áður sagði.
Astæður þess að Undirrétturinn var settur á laggirnar voru fyrst og fremst
tvær.
* Sjá m.a. nánar Gulmann og Hagel-Sörensen bls. 88-90, Brown bls. 33-42 og Hartley bls. 49-51.
" Á ensku Advocates General og á dönsku Generaladvokater.
111 Sjá m.a. nánar Gulmann og Hagel-Sörensen bls. 90, Brown bls. 53-63 og Hartley bls. 52-54.
36