Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 22
Staðreynd telst sönnuð, er svo góð rök hafa verið leidd að henni eftir heilbrigðri skynsemi og mannlegri reynslu, að menn hljóta almennt að líta svo á, að staðreyndin sé rétt. Skiptir hér engu máli hvort stuðst er við beina sönnun eða óbeina (3. kafli). Dómari metur, hvort atvik, sem um er deilt, séu nægilega sönnuð. Stundum eru líkur fyrir staðreynd svo miklar, að dómari telur þær veita næga sönnun fyrir henni. Kemur það oftar fyrir í skaðabótamálum en refsimálum, en í þeim eru sönnunarkröfur almennt strangari. Nefndir eru nokkrir dómar um óbeina sönnun í skaðabótamálum (4. kafli). Nú tekst hvorki með beinni né óbeinni sönnun að sanna það, sem haldið er fram um staðreyndir í dómsmáli og verður þá dómari að skera úr um hvor málsaðila skuli bera sönnunarbyrði, þ.e. bera halla af skorti á sönnun. Eigi er vikið frá þeirri meginreglu, að sönnunarbyrði um sök hvíli á tjónþola, nema alveg sérstaklega standi á. Það er t.d. gert, þegar stefnda stóð nær að tryggja sér sönnun um tiltekna staðreynd eða hann á auðveldara með að sanna staðreyndina. Raktir eru ýmsir dómar, þar sem svo hefur staðið á, m.a. í málum vegna vinnuslysa, þar sem telja má að sönnunargögn hafi farið forgörðum vegna vanrækslu vinnuveitanda á að láta rannsaka orsakir slyss (kafli 5.1). Einnig kemur fyrir, að vikið er frá ströngustu kröfum um að tjónþoli skuli sanna að orsakatengsl séu milli bótagrundvallar (sakar eða annarra atvika) og tjóns. Er það einkum gert, þegar sök er sönnuð á stefnda (eða menn, sem hann ber ábyrgð á) og atvik eru þannig, að sennilegt er, að tjón eins og það, sem um er að ræða, hafi hlotist af hinni saknæmu hegðun (kafli 5.2). í kafla 5.3 er getið um sönnunarvanda, sem rís þegar fleiri en einn tjónvaldur uppfyllir bótaskilyrði að öðru leyti en því, að ósannað er, hvort eða að hve miklu leyti tjón hefur hlotist af hegðun hvors (hvers) þeirra. í reynd kann að vera erfitt að draga skýr mörk milli óbeinnar sönnunar og þess að sönnunarbyrði sé snúið við. Nefnd eru dæmi um það (kafli 5.4). Sums staðar erlendis er stuðst við svonefnda „res ipsa loquitur“ reglu. Hún er á þá lund, að líkur eru taldar fyrir sök, þegar tjón hlýst af atvikum, er verða á umráðasviði stefnda eða manna, sem hann ber ábyrgð á, og þessi atvik ber venjulega ekki að höndum eða valda a.m.k. ekki tjóni, ef stefndi og menn hans sýna eðlilega aðgæslu. Fjallað er um nokkra dóma í ljósi sönnunarreglu þessarar. Niðurstaðan er sú, að þótt stuðst sé við sjónarmið í ætt við regluna í fáeinum dómum, verði ekki talið, að íslenskir dómstólar hafi slegið neinu föstu um slíka reglu. Dómar benda heldur ekki til, að í íslenskum skaðabótarétti gildi almenn sakarlíkindaregla eða regla um löglíkur fyrir sök í einstökum flokkum bótamála um skaðabætur utan samninga. Einstök dæmi um að dómari slaki á kröfum um sönnun eða felli sönnunar- 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.