Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 37
4. SKIPULAG OG UPPBYGGING Dómstóllinn getur ýmist starfað fullskipaður eða í deildum í einstökum málum. Aðalreglan er sú að allir dómararnir 13 dæma í hverju einstöku dómsmáli. Þó er heimild til þess að dómurinn geti undir vissum kringumstæðum starfað fullskipaður með einungis 7 dómurum. Deildirnar eru nú 6 að tölu og eru 4 þeirra skipaðar 3 dómurum en 2 eru skipaðar 5 dómurum. Ákveðnar reglur eru um hvaða mál skuli dæmd af fullskipuðum dómi, og hvaða mál af deildum, en ekki verður farið nánar út í þær reglur hér. Vegna þess hve álagið á Dómstólinn hefur aukist jafnt og þétt, er æ fleiri málum vísað til deildanna. Þess má þó geta að deild getur á hvaða stigi málsmeðferðar sem er vísað máli til fullskipaðs dóms.6 7 Heimilt er að nota 10 tungumál fyrir Dómstólnum. Þau eru danska, enska, franska, gríska írska, ítalska, hollenska, portúgalska, spænska og þýska. Meginreglan er sú, að tungumál það sem notað er í dómsmáli er það mál sem notað er í stefnunni til Dómstólsins. Þegar einstaklingur, lögaðili eða aðildarríki stefnir einhverri af stofnunum bandalagsins, er meginreglan hins vegar sú að sóknaraðili má velja eitthvert af hinum 10 tungumálum sem þingmál. Ef hins vegar aðildarríki, einstaklingi eða lögaðila er stefnt, getur varnaraðilinn valið þingmálið. í svokölluðum forúrskurðarmálum skal þó alltaf nota tungumál þess aðildarríkis Evrópubandalagsins sem óskar forúrskurðarins. Forúrskurða verð- ur nánar getið hér síðar. Til hagræðis hefur Dómstóllinn valið sér frönsku sem vinnumál, þannig að öll skjöl hvers máls eru að minnsta kosti þýdd á frönsku.' 5. DÓMARAR Dómstóll Evrópubandalagsins er skipaður 13 dómurum eins og fyrr sagði. Þeir eru skipaðir af ríkisstjórnum aðildarríkjanna í sameiningu. Þótt engar lagareglur kveði á um af hvaða þjóðerni dómararnir skuli vera, er það þó svo í framkvæmd að einn dómari er skipaður frá hverju aðildarríki, en tveir frá einu þeirra. Hver dómari er skipaður til sex ára í senn, en endurkjósa má dómara svo oft sem verða vill, ávallt til sex ára í hvert skipti. Regla þessi hefur verið gagnrýnd nokkuð þar sem hún er ekki í samræmi við þá meginreglu sem víða gildir, að dómara skuli skipa ævilangt. Hefur m.a. verið á það bent að aðildarríki geti beitt 6 Sjá nánar m.a. Brown bls. 14-70, Kapteyn og Verloren Van Themaat bls. 145-148 og Lasok og Bridge bls. 248-252. 7 Sjá nánar Hartley bls. 66-70, Kapteyn og Verloren Van Themaat bls. 63-65 og Lasok og Bridge bls. 89-97. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.