Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Blaðsíða 36
Vegna þess rúms sem mér er afmarkað gefst aðeins færi á að stikla á stóru um jafn viðamikið efni og dómstól þennan. Ekki er tími til að kafa ofan í einstök atriði sem snerta Dómstólinn, heldur verður reynt að gefa heildarmynd af starfsemi hans, skipulagi og uppbyggingu, og því farið um víðan völl, og nokkuð geyst á köflum. 2. EÐLI Dómstóll Evrópubandalagsins er alþjóðadómstóll sem hefur þó ákaflega mikla sérstöðu miðað við aðra alþjóðadómstóla eins og t.d. Haagdómstólinn og Mannréttindadómstól Evrópu. Sérstaða Dómstólsins felst í því að valdsvið hans er mun víðtækara en áður eru dæmi um í þjóðréttarsamningum. Þannig svipar Dómstólnum í starfsemi sinni stundum til stjórnlagadómstóls, stundum til stjórnsýsludómstóls, stundum dæmir hann í venjulegum einkamálum, og með nokkrum rétti má segja að hann dæmi í vissum tilvikum í sakamálum og ákveði refsikennd viðurlög. Auk þessa starfar Dómstóllinn stundum eins og hefðbund- inn milliríkjadómstóll.1 Þegar eðli Dómstóls Evrópubandalagsins er skoðað ber ávallt að hafa í huga að lögmætisreglan er grundvallarregla í evrópubandalagsrétti (hér eftir einnig nefndur bandalagsréttur).2 3 Þess vegna hefur Dómstóllinn einungis lögsögu í þeim málum sem kveðið er á um í bandalagsréttinum sjálfum eða annarri lögmætri heimild, eins og t.d. þjóðréttarsamningi og dómsvald hans nær ekki lengra en heimildir þessar kveða á um.1 3. HLUTVERK Evrópubandalagsréttur er rétthærri en réttur aðildarríkja Evrópubandalags- ins, og einstaklingar og lögaðilar geta undir vissum kringumstæðum borið fyrir sig bandalagsréttinn til sóknar og varnar í dómsmálum fyrir dómstólum aðildarríkjanna.4 Hætt er við að lítið samræmi hefði orðið í lagaframkvæmd ef hún hefði verið eftirlátin dómstólum aðildarríkjanna eingöngu. En hlutverk Dómstólsins er ekki aðeins að sjá til þess að samræmi sé í lagaframkvæmd í aðildarríkjunum. Hann hefur einnig það hlutverk að sjá til þess að stofnanir Evrópubandalagsins og einstök aðildarríki þess haldi sig að Iögum bandalags- ins.5 1 Sjá m.a. Lasok og Bridge bls. 25S. 2 Sjá m.a. Gulmann og Hagel-Sörensen bls. 40-42. 3 Sjá nánar Lasok og Bridge bls. 257. 4 Sjá ítarlega umfjöllun hjá Kapteyn og Verloren Van Themaat bls. 40-45. 5 Sjá m.a. Stefán Má Stefánsson bls. 31-35. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.