Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Page 42

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Page 42
mál eru höfðuð gegn þeirri stofnun Evrópubandalagsins sem við á í hverju tilviki. Málsóknarrétt eiga aðildarríki Evrópubandalagsins, önnur stofnun bandalagsins en sú sem í hlut á og einstaklingar og lögaðilar sem eiga lögvarða hagsmuni. Málsóknarrétti einstaklinga og lögaðila eru þó sett mjög þröng takmörk. í ógildingar- og aðgerðarleysismálum getur Dómstóllinn aðeins metið ákvörðun ógilda eða lagt fyrir stofnun Evrópubandalagsins að taka ákvörðun. Hann hefur hins vegar ekki ótakmarkaða endurskoðunarheimild í þessum málum, og getur því ekki tekið ákvörðun fyrir stofnun Evrópubandalagsins eða breytt ákvörðun sem þegar hefur verið tekin. I málum þar sem Dómstóllinn hefur ótakmarkaða endurskoðunarheimild, getur hann ekki aðeins prófað lögmæti tiltekinnar ákvörðunar, heldur hefur hann einnig heimild til að setja aðra ákvörðun í staðinn og eftir atvikum heimild til að ákveða skaðabætur. I slíkum tilvikum hefur Dómstóllinn einnig heimild til að meta gildi ákvörðunar út frá fleiri rökum en tilteknum lagasjónarmiðum, t.d. með hliðsjón af sanngirni, hvort ákvörðun er grundvölluð á réttmætu mati, hvort ákvörðun geti þjónað þeim tilgangi sem henni er ætlað og hvort í henni felist þungbærari skyldur en efni stóðu til, ásamt fleiri atriðum. Mikilvægustu málaflokkarnir þar sem Dómstóllinn hefur ótakmarkaða end- urskoðunarheimild eru mál út af skaðabótum utan samninga, mál um viðurlög sem lögð hafa verið á með heimild í reglugerð, svokölluð starfsmannamál og gerðardómsmál. Skaðabótamál geta bæði aðildarríki Evrópubandalagsins, einstaklingar og lögaðilar höfðað geti þeir sannað að þeir hafi orðið fyrir tjóni vegna réttarbrota stofnana bandalagsins eða starfsmanna þeirra við framkvæmd skyldustarfa. Mál um viðurlög eru mál sem höfðuð eru til ógildingar eða breytingar á sektum eða févíti sem lögð hafa verið á einstaklinga eða lögaðila með heimild í reglugerð vegna brota þeirra á evrópubandalagsrétti. Stofnunum Evrópubanda- lagsins eru oft veittar slíkar sektarheimildir í reglugerðum. Algengar eru t.d. heimildir til handa framkvæmdastjórninni til að sekta einstaklinga og lögaðila vegna brota á samkeppnisreglum. Sektarákvörðunum framkvæmdastjórnarinn- ar mætti fá hnekkt í sérstöku máli gegn henni og myndi þá Dómstóllinn bæði meta hvort sóknaraðili hefði brotið gegn samkeppnisreglunum og réttmæti sektarákvörðunarinnar. Starfsmannamál eru mjög mörg og hafa tekið mikinn tíma fyrir dómstólnum. Nú eru starfsmannamál dæmd af Undirréttinum. Sjaldgæft er að starfsmanna- mál veki almennan áhuga fræðimanna. Þó geta málsatvik í slíkum málum verið áhugaverð í einstökum tilvikum. Starfsmenn stofnana Evrópubandalagsins höfða oft mál vegna þess að þeim hefur verið neitað um stöðuhækkun eða einhver ákveðin fríðindi. Athyglisvert er að umsækjendur, sem synjað hefur verið um stöðu hjá Evrópubandalaginu, 40

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.