Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Page 9
Bogi Nilsson er rannsóknarlögreglustjóri \ / /flv Bogi Nilsson: VOTTAR VIÐ LÖGREGLUYFIRHEYRSLUR O.FL. 1. INNGANGUR Dómstólaskipan og löggjöf á ýmsum sviðum réttarfars breytist svo verulega á þessu ári að margir nefna byltingu. Bylting er stórt orð og þykir sumum of djúpt í árinni tekið þegar það er notað í þessu sambandi. Allir ættu hins vegar að geta verið sammála um að breytingarnar séu stórfelldar og flestir taka undir þá staðhæfingu að þær svari kröfum tímans, færi íslenska dómaskipan og íslenskt réttarfar til nútímans. Ekki ætla ég mér að fjalla um dómstóla- og réttarfarsbreytingarnar í þessum skrifum heldur víkja nokkrum orðum að ákvæði, öllu heldur hluta ákvæðis, í lögum um meðferð opinberra mála sem lætur lítið yfir sér, ákvæði sem á sínum tíma kom inn í lög nr. 27, 5. mars 1951 og heldur enn velli í lögum nr. 19,1991. Lagaákvæðið sem ég hef í huga er í 37. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 74, 1974 og er svohljóðandi: „Við yfirheyrslu, leit, kyrrsetningu muna og aðra rannsókn skal lögreglumað- ur hafa einn greinargóðan og trúverðugan vott hið fæsta, sé þess kostur. “ í nýju lögunum, nr. 19, 1991, leysir 2. mgr. 72. gr. 37. gr. gildandi réttarfarslaga af hólmi og er efnislega samhljóða henni, eins og hér má sjá: „Við yfirheyrslu og aðrar rannsóknaraðgerðir skal rannsóknari hafa einn greinargóðan og trúverðugan vott, sé þess kostur. “ Einungis sá þáttur lagaákvæðisins sem varðar votta við yfirheyrslur lögregl- unnar verður umfjöllunarefni mitt, en hann og lagaákvæðið í heild hefur þ\ ' miður fengið litla sem enga athygli í tengslum við endurskoðun refsiréttar- farslaganna þótt tilefni hafi gefist. Hér á eftir verður skírskotað til dóma þar sem vikið er að vottaákvæðinu (2), 3

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.