Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Síða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Síða 15
þekkingu og rækta siðferðilegar dyggðir lögreglunnar. Þannig verður áreiðan- lega betur tryggt að lögreglan taki fullt tillit til réttaröryggis borgaranna þegar hún beitir heimildum sínum til aðgerða heldur en með formreglum um yfirheyrslur. Hljóðritun yfirheyrslu og/eða upptaka yfirheyrslu á myndband eru trúlega bestu aðferðirnar til að tryggja sönnur á hvernig yfirheyrsla fór fram og hvað þá var sagt. í 1. mgr. 72. gr. laga nr. 19, 1991 er rannsóknara heimilað, með nokkrum semingi, að hljóðrita skýrslur og taka skýrslugjöf upp á myndband, þ.e. „Ef sérstaklega stendur á ...“, eins og segir í 2. málslið málsgreinarinnar. Reyndar virðist texti málsliðarins ekki að öllu leyti í samræmi við ummæli í greinargerð eins og hér má sjá: 2. málsliður 1. mgr. 72. gr.: „Ef sérstaklega stendur á, svo sem við yfirheyrslu barns, er rannsóknara þó heimilt að hljóðrita skýrslu vitnis eða taka skýrslugjöf upp á myndband.“ Samkvæmt orðanna hljóðan virðist heimildin einskorðuð við hljóðritun skýrslu vitnis. Ummæli í greinargerð: „Skýrslu sakbornings eða vitnis má þó, ef sérstaklega stendur á, hljóðrita eða taka upp á myndband.“ Að ákvæðið um hljóðritun og myndbandstöku á skýrslugjöf er í sömu lagagrein og ákvæðið um votta sýnir eitt út af fyrir sig að tengsl eru á milli ákvæðanna og ætti því að endurskoða þau í samhengi. 6. UM AÐFINNSLUR DÓMENDA Tilskipun 3. júní 1796IX. kafli um tilhlýðilega og greiða dómgæzlu var einn af hornsteinum refsiréttarfarsins þar til hún var numin úr gildi með lögum nr. 27,5. mars 1951 um meðferð opinberra mála ásamt ýmsum lagafyrirmælum sem refsiréttarfarið byggðist á. í inngangi tilskipunarinnar (IX. kafla) sem geymir fyrirmæli um það, hvernig reka skuli mál út af misgerningum og glæpum sagði: „Réttlætið og tilgangur hegningarlaganna útheimtir, að meðferð sakamála sé svo óbrotin og dómgæzlan svo greið, sem framast er unnt, en þó svo, að hin fyllsta trygging sé fyrir því, að málin verði nægilega prófuð, svo að glæpamenn sleppi eigi undan þeirri hegning, er þeir hafa til unnið, og eigi sé á hinn bóginn hætt við því, að saklausir séu ranglega hafðir fyrir sök.“ Héraðsdómurum bar að taka mál til frumrannsóknar að eigin frumkvæði og þeir höfðu veg og vanda af allri meðferð málsins, sbr. tilskipun um skyldur undirdómara í lögreglumálum 8. mars 1799 (Tilskipunin var ekki birt hér á landi, en eftir henni farið segir í lagasafni 1945). í tilskipuninni segir svo: 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.