Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Page 26

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Page 26
9. FRAMSAL í ATVINNUSTARFSEMI 9.1 „Identitet“ 9.2 Framsal atvinnurekstrar 9.3 Sameignarfélög 1. MEGINREGLUR UM AÐILASKIPTI AÐ KRÖFURÉTTINDUM 1.1 Almennt Hugtakið kröfuréttur er samheiti þeirra réttarreglna, sem fjalla um innbyrðis samband tveggja eða fleiri aðila í fjármunaréttarlegu skuldarsambandi. Réttar- samband þetta, skuldarsambandið (stundum nefnt kröfuréttarsamband), ein- kennist af því, að annar aðilinn (kröfuhafinn) á kröfu til þess á hendur gagnaðila sínum (skuldaranum), að skuldarinn inni einhverja greiðslu af hendi.1 Að sérhverju kröfuréttar- eða skuldarsambandi eru að a.m.k. tveir aðilar, kröfuhafi og skuldari. Eftir að til skuldarsambandsins stofnast, geta orðið aðilaskipti að kröfuréttindunum, rétt eins og öðrum eignarréttindum. Aðila- skiptin geta orðið með tvennum hætti. Annars vegar þannig, að nýr kröfuhafi komi í stað hins fyrra kröfuhafa, og hins vegar þannig, að nýr skuldari komi í stað fyrra skuldarans.2 3 Um það hefur verið nokkur ágreiningur meðal fræðimanna, hvort unnt sé að tala um aðilaskipti að kröfuréttindum. Hafa suntir fræðimenn viljað halda því fram, að nýtt réttarsamband stofnist, t.d. danski fræðimaðurinn Carl Goos, sem uppi var 1835-1917. Rök hans voru þau, að aðild væri eitt af megineinkennum sérhvers kröfuréttarsambands og einkennandi fyrir það. Því þýddi sérhver breyting á aðildinni að réttarsambandinu það, að hið upphaflega réttarsamband hefði liðið undir lok og nýtt réttarsamband stofnast í millum annarra aðila.’ Bent hefur verið á, að þótt sjónarmið Goos hafi nokkuð til síns máls, sé eigi að síður við það miðað í löggjöf og réttarframkvæmd, að framsal eða yfirfærsla réttar eigi sér stað en ekki stofnun nýrra réttinda. Má því til stuðnings benda á, að hið nýja skuldarsamband svarar að öllu leyti til hins upprunalega með þeirri 1 Sjá t.d. Bernhard Gomard, Obligationsret, 1. del, 2. útg., 1989, bls. 15. o.áfr. Ólafnr Lárusson, skilgreinir kröfu (kröfurétt, kröfuréttindi) þannig, að um sé að ræða lögvarða heimild manns (kröfuhafans) til þess að krefjast þess af öðrum aðiia (skuldara, skuldunaut), að hann geri eitthvað eða láti eitthvað ógert. Sjá Kaflar úr kröfurétti, Reykjavík, MCMLXV, bls. 1. 2 Um aðilaskipti að kröfuréttindum almennt sjá t.d. Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, Reykjavík MCMLXV, bls. 41; W.E. v. Eyben og Anders Vinding Kruse, Indledning til formue- retten, 25. útg. 1984, bls. 134; Henry Ussing, Obligationsretten, Almindelig Del, 4. útg. 1961, bls. 210; Carl Jakob Arnholm, Almindelig Obligationsrett, 2. útg. 1978, bls. 67 o.áfr. Bernhard Gomard, Obligationsretten i en nöddeskal, 3. hefti, 1973, bls. 226 og 304; Eftirleiðis, þegar vitnað verður í Bernhard Gomard í grein þessari, er vitnað Obligationsretten i en noddeskal, 3. hefti, nema annað sé tekið fram, og þegar vitnað er í Henry Ussing, er vitnað til Obligationsretten, Almindelig Del. 4. útg., nema annars sé getið. 3 Sjá Carl Goos, Forelæsninger over den almindelige Retslære I, Kaupmannahöfn 1885 og 1892, bls. 184 - 190. 20

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.