Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Page 29

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Page 29
„Nú heimtir maðr skuld at manni, ef hann er innan heraðs, ok skuldskeytir hann hann við annan mann, þá hefir hann lokit þeiri skuld sér af hendi, ef þar eru váttar við, að hinn tók þann skuldarstað, ef sá vill gjalda eða játa er lúka skal; en eigi er hann skyldr at gjalda öðrum en þeim er fyrst átti at honum, nema hann sé utan heraðs eða eigandi hafi heimt ok eigi fengit í réttan gjalddaga, þá er sá, er síðarr tók í skuld eða kaupi eða gjöf þenna skuldarstað, réttr heimtandi ok eignarmaðr þessa fjár, ef hann hefir löglig vitni til, at hinn heimilaði honum þetta fé, ok er sá þá við skildr. Svá ok ef maðr fær manni lögligt umboð at heimta fé sitt, þá skal gjaldandi umboðsmanni svara en eigi eiganda, nema hann hafi með vitnum sjálfr aptr tekit þat umboð,“" Meginregla þessi um skuldaraskipti helgast af því sjónarmiði, að möguleikar kröfuhafa á því að fá efndir kröfu sinnar, ráðast að verulegu leyti af greiðslugetu skuldara og greiðsluvilja hans. Má enda segja, að fullnustumöguleikar kröfu- hafa yrðu verulega skertir, ef skuldaraskipti væru engum eða litlum takmörkun- um háð. Bent hefur verið á, að því aðeins væri hægt að heimila skuldaraskipti án samþykkis kröfuhafa, að um þau giltu ströng skilyrði, sem verndi hagsmuni kröfuhafa. Erfitt sé hins vegar að afmarka, hver þessi skilyrði eigi að vera, þegar ekki sé við sett lagaákvæði að styðjast, og þar sem í flestum skuldarsamböndum verði ekki séð þörf reglu, er veiti skuldara slíkan rétt, sé framangreind meginregla eðlilegust, enda víðast byggt á henni í erlendum rétti.12 1.4 Undantekningar frá meginreglunni um takmarkanir við skuldaraskiptum Dæmi eru um undantekningar frá framangreindri meginreglu um skuldara- skipti. Byggja undantekningar þessar ýmist á settum lagareglum eða óskráðum reglum og eru miðaðar við sérstök tilvik. Fyrst er þess að geta, að skuldaraskipti án samþykkis kröfuhafa geta orðið við arf og setu maka í óskiptu búi. Maki, sem situr í óskiptu búi, hefur í lifanda lífi eignarráð á fjármunum búsins, en ber jafnframt persónulega ábyrgð á skuldum hins látna, auk sinna eigin skulda, sem um hans eigin skuldir væri að ræða, sbr. 12. gr. erfðalaga nr. 8/1962, sbr. lög nr. 48/1989. Ef skuldari deyr og erfingjar hans gangast við arfi og skuldum, flyst skylda skuldara yfir til þeirra. Verður kröfuhafi þá að hlíta því, þótt það kunni að verða honum til tjóns, að ógjaldfær erfingi komi í stað gjaldfærs arfleifanda.13 Eftir að " Um skuldskeytingar almennt sjá Ólafur Lárusson, sama rit, bls. 41; CarlJacob Arnholm, sama rit, bls. 102. Um ákvæði Jónsbókar sjá JÓNSBÓK og RÉTTARBÆTR. útg. Ólafs Halldórssonar, Kaupmannahöfn 1904, bls. 230-231. Jónsbókarákvæðið er þannig í íslenska lagasafninu (útg. 1990): ..Nú heimtir maðr skuld at manni ... ok skuldskeytir hann hann við annan mann þá hefir hann lokit þeirri skuld sér af hendi, ef... hinn tók þann skuldarstað.... Svá ok ef maðr fær manni lögligt umboð at heimta fé sitt, þáskal gjaldandi umboðsmanni svara, en eigi eiganda, nema hann hafi... sjálfr aptr tekit þat umboð." 12 Sjá t.d. Henry Ussing, sama rit, bls. 283; Per Augdahl, Den norske obligationsretts almindelige del, 5. útgáfa 1984, bls. 368. 13 Sjá t.d. Ólafur Lárusson, sama rit, bls. 41; Carl Jacob Arnholm, sama rit, bls. 101 -102. 23

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.