Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Síða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Síða 35
b) að stofnast hafi nýtt skuldarsamband, sem, eftir því sem við verður komið, sé nákvæmlega eins og fyrra skuldarsambandið.26 Hvað hið síðarnefnda varðar, er talið að setja verði þann fyrirvara, að hafi krafa notið forgangs við gjaldþrota- skipti í búi upphaflegs skuldara, njóti krafa hans á hendur hinum nýja skuldara ekki slíks forgangs, enda er ekki unnt að áskilja sér forgang í skuldaröð með samningum. Hinu sama gegnir, hafi skuld upphaflegs skuldara verið tryggð með veði eða ábyrgð þriðja manns. Slík tryggingarréttindi geta ekki fylgt hinu nýja skuldarsambandi, nema þriðji maður hafi sérstaklega samþykkt slíkt.27 Sjá nánar um það efni kafla 5.0. Þau tilvik eru án efa miklu tíðari, þar sem frumkvæði að skuldaraskiptum kemurfrá skuldaranum sjálfum. Skuldarinn semur þá við aðila, sem vill takavið skuldinni, þ.e. yfirtaka skylduna, og leitar síðan eftir samþykki kröfuhafa við því. í þessu tilviki er upphaflegur skuldari ekki laus undan skyldu sinni, fyrr en kröfuhafi hefur samþykkt hinn nýja skuldara og nýi skuldarinn er orðinn skuldbundinn beint gagnvart kröfuhafa.28 Kröfuhafi getur bæði með beinum og óbeinum hætti samþykkt skuldaraskipti, eftir að upphaflegur skuldari og nýr skuldari hafa gert með sér samning um yfirtöku skuldarinnar. Sjá til athugunar Hrd. 1969 845. Skipasmíðastöðin KEA tók að sér smíði báts fyrir BP. Síðar stofnaði BP hlutafélagið H ásamt fleiri mönnum. KEA krafði PB og H um greiðslu eftirstöðva kostnaðarverðs bátsins. Talið var, að skuldskeyting hefði átt sér stað, þannig að H varð skuldari gagnvart KEA í stað BP, og Iágu til þess tvær ástæður. Önnur var sú, að þegar KEA afhenti BP afsal fyrir bátnum, afhenti hann þeim yfirlýsingu með loforði um, hvernig staðið yrði að greiðslum á eftirstöðvum smíðaverðsins, og var yfirlýsingin undirrituð af BP fyrir hönd H samkvæmt prókúruumboði. Hin ástæðan var sú, að í afsalinu var talað um, að hinir nýju eigendur hefðu gengið frá greiðslum byggingarkostnaðar. Eins og undirskriftinni var háttað og samkvæmt efni afsalsins varð að telja BP lausan allra mála, og var hann því sýknaður af kröfum KEA um greiðslu eftirstöðva smíðaverðsins. Úrlausn þess, hvaða þýðingu eftir á gefið samþykki kröfuhafa hefur, fer fyrst og fremst eftir túlkun viðkomandi samþykkisyfirlýsingar, sbr. áðurnefndan dóm í Hrd. 1969 845. Er ljóst, að bæði efni samþykkisyfirlýsingar og eftirfarandi skipti aðila kunna að skipta máli við þá túlkun, sbr. Hrd.1980 1396. Þar hafði 26 Sjá Henry Ussing, sama rit, bls. 285 ogBernhard Gomard, sama rit, bls. 310. Gomard legguráþað áherslu, þegar um samning upphaflegs skuldara og hins nýja skuldara er að ræða, að slíkur samningur sé ekki eiginlegt þriðjamannsloforð, sem kröfuhafi geti byggt rétt á. Samningsaðilarnir hafi oftast hagsmuni af því, að kröfuhafi eignist því aðeins kröfu á hendur hinum nýja skuldara, að hann losi jafnframt upphaflegan skuldara undan skuldbindingum sínum. Þeirri niðurstöðu sé oftast náð með samningum beint við kröfuhafann, en ekki með skilyrtu þriðjamannsloforði. 27 Henry Ussing, sama rit, bls.285. UmforgangsréttviðgjaldþrotsjádanskandómíUfr. 1958,61,H. Sjá einnig Bernhard Gomard, sama rit, bls. 310 - 311 og Per Augdahl, sama rit, bls. 379 - 380. 2“ Henry Ussing, sama rit, bls. 284. 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.