Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Qupperneq 36

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Qupperneq 36
skipasmíðastöðin S samþykkt, að ósk upphaflegs verkkaupa VK - 1, að gefa út skipasmíðaskírteini fyrir bát á nafn annars aðila VK - 2, sem S og gerði. VK -1 var samt sem áður talinn ábyrgur gagnvart S á greiðslum eftirstöðva smíðaverðs- ins, þar sem hann hefði ekki sýnt fram á það, að hann hefði losnað undan skuldbindingum sínum gagnvart S, enda hefði hann ekki farið fram á slíkt/' Það er ekki einungis forsenda skuldskeytingar, að kröfuhafi samþykki skuldaraskiptin, heldur einnig, að hinn nýi skuldari skuldbindi sig með bindandi hætti gagnvart kröfuhafa.3" Ef upphaflegur skuldari hefur verið skuldbundinn samkvæmt viðskiptabréfi, verður samþykki við skuldaraskiptum væntanlega túlkað þannig, að hinn nýi skuldari verði að gangast undir sams konar skuldbindingu gagnvart kröfuhafa og fyrri skuldari þurfti, eftir atvikum með áritun á viðskiptabréfið eða útgáfu nýs bréfs. I öðrum tilvikum verður samþykki einnig almennt túlkað þannig, að upphaflegur skuldari sé þá fyrst laus undan skuldbindingum sínum, þegar nýi skuldarinn hefur skuldbundið sig beint gagnvart kröfuhafa á sama hátt og fyrri skuldari gerði.31 3. KRÖFUR, SEM ENGIN TRYGGINGARÉTTINDI FYLGJA Þegar greiðsla kröfu er ekki tryggð með neinum sérstökum tryggingarréttind- um, eins og t.d. veði eða ábyrgð þriðja manns, gildir meginregla sú, sem orðuð var í kafla 1.3 hér að framan, þ.e. að skuldaraskipti eru almennt óheimil án samþykkis kröfuhafa. Eiga hér við flest þau sjónarmið, sem rakin voru í köflum 1.3 og 2.0.32 M í Hrd. 1980 1396 var umræddur skipasmíðasamningur gerður árið 1973. VK - 1 afsalaði skipasmíðasamningnum til VK -2 hinn 23. júlí 1975 og óskaði eftir því með símskeyti til S 29. júlí s.á., að nýtt skipasmíðaskírteini yrði gefið út á nafn VK - 2, sem S gerði með skírteini dagsettu þann sama dag. Á fundi 9. september 1975 hitti VK -1 fulltrúa S, og sagði í minnisblöðum frá þeim fundi, að þar hefði náðst samkomulag um uppgjörsmíðaverðsins. í nóvember 1975 hafði VK-1 sambandi við S og spurðist fyrir um „ ... eftirstöðvar ágreiðslum hjásér...“, ogí janúar 1976sendi VK-1 víxil tilS, sem S tók upp í skuldina. í máli, sem S höfðaði á hendur VK - 1 til greiðslu eftirstöðva smíðaverðsins. krafðist hann sýknu á þeirri forsendu m.a., að S hefði samþykkt VK - 2 sem kaupanda að bátnum í sinni stað. í dómi Hæstaréttar var vitnað til fundarins í september 1975, fyrirspurnar VK - 2 í nóvember það ár og greiðslu hans á víxlinum í janúar 1976. Pá sagði, að VK - 1 hefði, gegn andmælum S, ekki sýnt fram á, að hann hefði losnað undan skuldbindingum sínum gagnvart S, enda hefði hann ekki farið fram á það. Ágreiningur var einnig um greiðslur fyrir tiltekna aukahluti, sem settir voru í bátinn. í dómi Hæstaréttar sagði um greiðslu aukahlutanna, að þeir hefðu verið settir í bátinn meðan hann var enn í smíðum fyrir VK -1. Þegar litið væri til þess og þeirrar staðreyndar, að VK - 1 hefði, hvorki á umræddum fundi 9. september 1975 né síðar, gert neina athugasemd vegna þessa kostnaðarliðar, yrði að telja hann bera ábyrgð á greiðslu þessa liðar. í dóminum sagði reyndar, að VK -1 bæri....ekki ábyrgð á greiðslu samkvæmt þessum liö... “, en þar hlýtur að vera um ritvillu að ræða. 30 Henry Ussing, sama rit, bls. 284. 31 Sjá t.d. Henry Ussing, sama rit, bls. 284. 32 Sjá nánar Bernhard Gomard, sama rit, bls. 304 - 305. 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.