Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Side 39
einstakra lánastofnana og sjóða, en við almenna setta lagareglu er hins vegar ekki að styðjast, eins og t.d. í Danmörku og Noregi. Þá er þess að geta, að úrlausnir íslenskra dómstóla um álitaefnið taka ekki að öllu leyti af skarið, og fræðiskoðanir virðast ekki að öllu leyti í samræmi við dómaframkvæmdina. Ákvæði af því tagi, sem hér um ræðir, eru algeng í gagnkvæmum samningum, þar sem tiltekinn aðili fær ákveðin réttindi framseld, en skuldbindur sig jafnframt til þess að taka við þeim skyldum, sem réttindunum tengjast. Má sem dæmi nefna fasteignakaup, þar sem ákvæði eru þess efnis í kaupsamningi, að kaupandi taki að sér greiðslu áhvílandi veðskuldar. Er þá álitaefnið það, hvort kröfuhafi öðlist við samning seljanda og kaupanda beinan rétt til þess að krefja kaupanda um greiðslu umræddrar skuldar. Eins er með samninga um sölu skipa og annars lausafjár, þar sem kaupandinn tekur á sig skyldur til þess að greiða áhvílandi veðskuldir. Hinu sama gegnir um framsal réttar samkvæmt kaupsamn- ingi eða farmsamningi, þar sem framsalshafi skuldbindur sig til þess að greiða kaupverðið eða farmgjaldið og um framsal hlutar í hlutafélagi, þar sem hlutaféð er ekki að fullu innborgað. Mun umfjöllunin hér á eftir takmarkast við kaupsamninga um fasteignir, þar sem kaupandi tekur að sér gagnvart seljanda (veðþola) greiðslu áhvílandi veðskuldar, en ætla verður, að reglur um skuldayfirtöku í fasteignakaupum veiti einnig vísbendingu um það, hvernig réttarstaðan er í öðrum samningssambönd- um en fasteignakaupum, sbr. t.d. Hrd. 1980 1396, sem áður er getið (skipa- smíðasamningur) og Hrd. 1981 1040, sem nánar verður vikið að hér á eftir, en þar var um að ræða sölu veðsettrar bifreiðar og yfirtöku kaupanda á áhvílandi veðskuld.37 Til einföldunar verður upphaflegur skuldari og framseljandi réttar samkvæmt gagnkvæmum samningi nefndur seljandi, en framsalshafi réttind- anna, þ.e. sá sem tekið hefur að sér gagnvart seljanda skyldur þær, sem réttindunum tengjast (nýi skuldarinn), nefndur kaupandi. Áður en tekið verður til við að lýsa afstöðu íslensks réttar til þessa álitaefnis, skal fyrst gerð grein fyrir því, hvernig réttarstaðan er að þessu leyti í nokkrum erlendum ríkjum. Verður þar fyrst lýst lagareglum í Noregi og Danmörku, en lengi vel hafa lagareglur um þetta efni verið mismunandi í löndum þessum og framkvæmd íslenskra dómstóla og viðhorf fræðimanna ýmist mótast af reglum dansks eða norsks réttar. Þá verður stuttlega til samanburðar vikið að sænskum, finnskum og bandarískum rétti, en athyglisvert er, að þótt bandarískar lagaregl- ur og réttarfar séu um margt ólíkar íslenskum rétti, svipar skuldskeytingarregl- um og reglum um yfirtöku kaupanda fasteignar á áhvílandi veðskuldum þó um margt saman við reglur íslensks réttar. 37 Sjá Carl Jacob Arnholm, sama rit, bls. 103 og Henry Ussing, sama rit, bls. 289 o.áfr. 33

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.