Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Side 47

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Side 47
eigendaskipti verða að veðinu, sem valda skuldaraskiptum án samþykkis veðhafa. I lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins er slík ákvæði ekki lengur að finna, en lengi vel voru í veðsamningum lífeyrissjóðsins ákvæði þess efnis, að heimilt væri að gjaldfella lán, ef eigendaskipti yrðu að eign veðsettri sjóðnum. Slíkan áskilnað er ekki lengur að finna í stöðluðum veðskjölum sjóðsins, en eftir sem áður lítur sjóðurinn svo á, að upphaflegur lántaki sé ekki laus undan persónulegri skuldbindingu sinni gagnvart sjóðnum, nema samþykki sjóðsins komi til. 6.6.3 Urlausnir íslenskra dómstóla Næst skal getið þriggja dóma, þar sem um álitaefni þetta hefur verið fjallað með beinum eða óbeinum hætti. Fyrst er dómur í Hrd. 1936 294, sem byggir á svipuðum sjónarmiðum og giltu í Noregi fram til ársins 1980. Þá er Hrd. 1981 1040, sem við fyrstu sýn a.m.k. virðist byggja á sömu sjónarmiðum og gilda í Danmörku, og loks er Hrd. 1983 691, þar sem meiri hluti Hæstaréttar byggir á sömu sjónarmiðum og fram koma í Hrd. 1936 294. 6.6.3.1 Dómur Hæstaréttar í Hrd. 1936 294. Fyrst er að geta dóms Hæstaréttar í Hrd. 1936 294, en þar voru málavextir eftirfarandi: Oddur Benediktsson gaf út hinn 21.október 1929 veðskuldabréf til dánarbús Gunnars kaupmanns Gunnarssonar, og var skuldin tryggð með 2. veðrétti í húseigninni nr. 57 B við Grettisgötu í Reykjavík. Með afsalsbréfi útgefnu 16. október 1934 seldi þáverandi eigandi húseignarinnar, Sigurður Jónsson, eignina Hrefnu Sigurgeirsdóttur, og var afsalsbréfinu þinglýst 20. desember 1934. f hinu síðastnefnda afsalsbréfi varákvæði þess efnis. að kaupandi hússins, Hrefna, tæki að sér að greiða umrædda veðskuld til dánarbúsins. Veðskuldabréfið lenti í vanskilum og höfðaði dánarbúið mál á hendur Hrefnu og gerði þær dómkröfur, að hún yrði dæmd til þess að greiða veðskuldina og þola staðfestingu veðréttar í húseigninni. Hrefna krafðist sýknu af dómkröfunum og studdi sýknukröfu sína þeim rökum m.a., að hún bæri ekki persónulega ábyrgð á greiðslu umræddrar skuldar. í héraðsdómi og Hæstarétti voru kröfur dánarbúsins teknar til greina. Sagði í dómi Hæstaréttar, að í afsalinu til Hrefnu væri ákvæði þess efnis, að hún tæki að sér greiðslu veðskuldar þeirrar, er hér skipti máli. Með því að taka við og þinglýsa afsalinu hefði Hrefna tekið á sig gagnvart dánarbúinu persónulega ábyrgð á skuldinni. I dómi þessum liggur áherslan augljóslega á því, að um var að ræða þinglýst afsalsbréf með skuldayfirtökuákvæði. Sjá til samanburðar kafla 6.2.1 um eldri norskan rétt. Olafur Lárusson vildi ekki fallast á framangreinda niðurstöðu dóms Hæstaréttar. Færði hann fram þau rök gagnrýni sinni til stuðnings, að til þess að kröfuhafinn fengi persónulega kröfu á hendur hinum nýja eiganda (kaupandanum), þyrfti annað tveggja til að koma. Annars vegar það, að 41

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.