Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 53
nýr skuldari kæmi í hans stað. Því væri sending tilkynninga til upphaflegs
skuldara um greiðslustað handhafabréfs og gjalddaga næg aðvörun, til þess að
fella mætti allan höfuðstólinn í gjalddaga, ef greiðslufall yrði á afborgunum og
vöxtum, enda geymi bréf ákvæði um gjaldfellingu vegna slíkra vanskila. Sé regla
þessi í samræmi við fræðikenningar um skuldskeytingu og aðskilnað milli
kröfuréttar og veðréttar, en eigi sé hér á landi skráð regla í lögum þessa efnis.
Pá segir í dóminum, að altítt sé, að fasteign skipti einu sinni eða oftar um
eiganda, á meðan veðskuld hvíli á henni. Þá skipti það eiganda veðsettrar eignar
máli, eigi síður en skuldara samkvæmt veðskuldabréfi, að fá vitneskju um
greiðslustað handhafabréfs, þannig að hann geti staðið í skilum um greiðslu
afborgana og vaxta, en ella eigi hann á hættu gjaldfellingu alls höfuðstóls
skuldarinnar og nauðungarsölu á eign sinni, ef kröfuhafi neyti slíks úrræðis. Enn
segir meiri hlutinn, að af dómi Hæstaréttar 10. júní 1936 (Hrd. VII. bindi, bls.
294) þyki mega draga þá ályktun, að kaupandi fasteignar, sem taki að sér í
kaupsamningi eða afsali, sem hann láti þinglýsa, greiðslu veðskuldar, sem á
hinni keyptu eign hvíli, verði við kaupin eigi aðeins veðþoli, heldur einnig
samskuldari að veðskuldinni, þó að hinn fyrri skuldari verði að sjálfsögðu ekki
leystur undan skuldbindingu sinni, nema skuldareigandi samþykki.
Samkvæmt þessu verði að leggja þá skyldu á herðar eiganda handhafaveð-
skuldabréfs að tilkynna eigi aðeins útgefanda þess eða fyrri skuldara samkvæmt
því um greiðslustað, heldur einnig eiganda veðsins, sem tekið hafi að sér
greiðslu veðskuldar og látið þinglýsa kaupsamningi eða afsali, sem greini frá því.
Sé þetta í samræmi við venjur og þarfir viðskiptalífsins. Svo sem áður greini
standi skráðar réttarreglur eigi í vegi slíkri niðurstöðu, og hún gangi eigi gegn
eðlilegum hagsmunum lánveitanda, en gagnstæð niðurstaða geti hins vegar
valdið íbúðareigendum tjóni og eignamissi.
í sératkvæði minni hlutans sagði, að ekki væri komið fram, að uppboðsbeið-
anda (Benedikt) hafi verið kunnugt um eigendaskipti að fasteigninni eftir útgáfu
veðskuldabréfsins. Hann hafi sent Elsu S. Lorange, sem var skuldari samkvæmt
veðskuldabréfinu, tvær tilkynningar vegna skuldabréfsins, og henni hafi hlotið
að vera ljóst, að samkvæmt því væri bréfið til innheimtu í bankanum og þar bæri
henni að greiða afborgun og vexti. Því sé ekki nægilega mótmælt, að Elsa hafi
fengið báðar þessar orðsendingar og hún veitt hinni fyrri viðtöku í tæka tíð fyrir
umsaminn gjalddaga. Eftir það hafi EIsu verið tilkynnt um eindögun eftirstöðva
skuldarinnar og samrit þeirrar tilkynningar send þeim Ólöfu og Sigríði. „ ... Er
hér var komið, voru vanskil orðin slík, að framangreind greiðslukrafa ... var
56 Á ööru sjónarmiöi byggir Páll Sigurðsson, Kröfuréttur, Reykjavík 1992, bls. 121, sem segir, að
Hrd. 1981 1040 marki skýra stefnu um þetta atriði. f hinu tiivitnaða riti er ýmist vitnað í Hrd. 1980
1041 eða Hrd. 1980 1040, en hlýtur að eiga að vera Hrd. 1981 1040.
47