Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Side 60

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Side 60
samningi upp með löglegum fyrirvara.71' Á öðrum sjónarmiðum virðist byggt í Hrd. 1933 432. Þar var óumdeilt, að starfsmaður hafði verið ráðinn til upphaflegs vinnuveitanda með tilteknum mánaðarlaunum og þriggja mánaða uppsagnarfresti, en sönnunarbyrðin fyrir því, að ráðningarsamningurinn hefði, hvað uppsagnarfrestinn varðaði, yfirfærst á nýjan rekstraraðila, lögð á starfs- manninn.71 9.3 Sameignarfélög I sameignarfélögum bera félagsmenn persónulega og ótakmarkaða, solidar- iska og beina ábyrgð á þeim skuldbindingum, sem félagið tekst á hendur. Aðalreglan er sú, að félagsmenn í sameignarfélagi geta ekki framselt hlutdeild sína í félaginu að öllu eða einhverju leyti, án samþykkis annarra félagsmanna, nema slíkt sé tekið fram í samþykktum félags. Ástæða reglu þessarar er sú, að það getur skipt félagsmennina verulegu máli vegna framangreindrar ábyrgðar, hverjir félagsmennirnir eru. Frá meginreglu þessari er vissar undantekningar.72 Þegar nýr félagsmaður gengur inn í sameignarfélag með löglegum hætti, verður hann ekki sjálfkrafa persónulega ábyrgur fyrir greiðslu skulda sameign- arfélagsins, sem stofnaðar voru fyrir þann tíma.73 Til þess, að nýr félagsmaður verði ábyrgur fyrir greiðslu eldri skulda, verður hann að gangast undir þá ábyrgð með loforði eða á annan þann hátt, að óyggjandi sé. Nýr félagsmaður getur beint loforði sínu til skuldareigendanna með almennri yfirlýsingu eða með yfirlýsingu, sem beint er sérstaklega til þeirra, eins eða fleiri. í þessu sambandi skal getið dóms bæjarþings Reykjavíkur í málinu nr. 2578/1982, Markaðsþjónustan s.f. gegn Fasteignasölunni Óðinstorgi 4, o.fl. Þar hafði verið tilkynnt til firmaskrár, að nýrfélagi gengi inn í félagið „ ... með ótakmarkaðri ábyrgð á skuldbindingum þess og starfrækslu". Var í 70 Sjá um danskan rétt Bernhard Gomard, sama rit, bls. 314 d og Henry Ussing, sama rit, bls. 291 - 292. 71 í héraðsdómi í Hrd. 1933 432 var það talið ósannað gegn eindregnum andmælum starfsmannsins, aðnýr ráðningarsamningur hefði tekist milli hansoghinsnýja rekstraraðila. Sagði m.a., aðút fráþví þætti mega ganga, að starfsmaðurinn ætti heimtingu á sömu kjörunt hjá hinum nýja aðila og hann naut hjá fyrri atvinnurekanda, ekki síst þar sem ráðningarkjör hans þar yrðu að teljast venjuleg, og ekki væri annað fram komið en að hinn nýi aðili hefði gengið inn í réttindi og skyldur fyrri atvinnurekanda. 72 Sjá Olafur Lárusson. sama rit, bls. 140 o.áfr. og Friðgeir Björnsson, Ábyrgð sameigenda á skuldbindingum sameignarfélags við eigendaskipti. Tímarit lögfræðinga, 1. hefti 1985, bls. 18 o.áfr. 73 Bernhard Gomard, sama rit, bls. 313; Friðgeir Björnsson, sama rit, bls. 21; Sjá einnig Páll Skúlason, Sameignarfélög, 1990. bls. 47 o.áfr. 54

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.