Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Page 3
* /f\ /i\
LÖGFRÆÐINGÁ
2. HEFTI 44. ARGANGUR SEPTEMBER 1994
HVERT STEFNIR?
Hinn 30. júní 1993 gekk í Mannréttindadómstóli Evrópu í Strassborg dómur
í máli Sigurðar Á. Sigurjónssonar gegn Islandi. Aðdragandi málsins er í stuttu
máli sá að Sigurður gekk í bifreiðastjórafélagið Frama 26. september 1984. í
framhaldi af því sótti hann um leyfi til þess að aka leigubifreið sem honum
var veitt 24. október 1984. Sigurður hafði, þegar hann sótti um leyfið, undir-
ritað það að honum væri ljóst að við inngöngu í félagið bæri honum að greiða
félagsgjöld til þess. Við veitingu leyfisins skuldbatt Sigurður sig til þess að
virða skilyrði reglugerðar nr. 320/1983, en eitt þeirra var að hann gengi í
Frama, skilyrði sem hann hafði uppfyllt.
Sigurður greiddi félagsgjöld til Frama þar til í ágúst 1985. I ársbyrjun 1986
var honum tjáð að félagið hyggðist útiloka hann og leigubifreið hans frá þjón-
ustu bifreiðastöðva þar til gjöldin væru greidd. Sigurður svaraði því til að
hann neitaði að viðurkenna að honum væri skylt að vera áfram félagi og
greiða félagsgjöld og var hann í framhaldi af því sviptur leyfi til að aka leigu-
bifreið. Var sú svipting staðfest af samgönguráðuneytinu. Sigurður höfðaði
dómsmál og krafðist þess að leyfissviptingin yrði felld úr gildi, en samkvæmt
73. gr. stjómarskrárinnar væri ekki hægt að skylda hann til að vera félagi í
bifreiðastjórafélaginu Frama. Með öðrum orðum að stjórnarskráin verndaði
rétt manna til að standa utan félaga, en sá réttur hefur verið nefndur neikvætt
félagafrelsi.
Dómur Hæstaréttar gekk 15. desember 1988 og kemur þar fram að forsaga
73. gr. stjómarskrárinnar sýndi að henni væri aðeins ætlað að vernda rétt
manna til að stofna félög, þ.e.a.s. hið jákvæða félagafrelsi, en ekki réttinn til
69