Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Qupperneq 4
þess að standa utan félaga. Sigurður hefði heldur ekki sýnt fram á að með
þessari túlkun stríddi greinin gegn viðeigandi ákvæðum alþjóðasamninga.
73. gr. stjómarskrárinnar hljóðar svo:
Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, án þess
að sœkja þurfi um leyfi til þess. Ekkert félag má leysa upp meö stjórnar-
ráðstöfun. Þó má hanna félag um sinn, en þá verður þegar að höfða mál
gegn félaginu, til þess að það verði leyst upp.
Sigurður vísaði þessu máli til Mannréttindanefndar Evrópu sem lagði það
fyrir mannréttindadómstólinn. Sigurður hélt því m.a. fram að að sú kvöð sem
á honum hvíldi að vera félagi í Frama eða missa að öðrum kosti atvinnuleyfi
sitt væri brot á 11. gr. mannréttindasáttmálans, en hún er svohljóðandi:
1. Rétt skal mönnum að koma saman með friðsömum hœtti og mynda
félög með öðrum, þar á meðal að stofna og ganga í stéttarfélög til
verndar hagsmunum sínum.
2. Eigi skulu réttindi þessi háð öðrum takmörkunum en þeim, sem mœlt
er í lögum og nauðsynlegar eru í lýðfrjálsu þjóðfélagi vegna öryggis
almennings eða ríkis, til þess að koma í veg fyrir óspektir eða glœpi,
til verndar heilbrigði eða siðgceði eða til að vernda réttindi og frelsi
annarra. Ákvœði þessarar greinar skulu eigi vera því til fyrirstöðu,
að löglegar takmarkanir séu settar við því að herliðar, lögreglumenn
eða stjórnarstarfsmenn njóti þessara réttinda.
Fleiri dómar en sá sem að framan er nefndur, þó ekki margir, hafa gengið
þar sem komist hefur verið að þeirri niðurstöðu að 73. gr. stjórnarskrárinnar
vemdi menn ekki gegn skylduaðild að félögum, þegar félagsaðild er sett sem
skilyrði fyrir öflun einhverra réttinda. Talið hefur verið heimilt að setja
skilyrði af þessu tagi og hefur túlkun dómstóla á 73. gr. stjórnarskrárinnar í
þessa átt verið skýr og ótvíræð, en nær óumdeilt má telja að á sínum tíma
var greininni ekki ætlað annað en að vernda rétt manna til að stofna félög í
lögmætum tilgangi. Pólitísk umræða um breytingar í aðra átt hefur verið
óveruleg allt þar til dómur mannréttindadómstólsins gekk og hefur reyndar
lítið borið á henni upp á síðkastið.
Oumdeilt er að við undirbúning að gerð mannréttindasáttmálans var sér-
staklega tekið til athugunar hvort 11. grein hans ætti að vemda hið neikvæða
félagafrelsi og varð niðurstaðan sú að svo skyldi ekki vera og hafa ekki verið
gerðar breytingar á sáttmálanum í gagnstæða átt. Þetta er athyglisvert því að
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hefur að geyma ákvæði um að
engan mann megi neyða til að vera í félagi, en eins og kunnugt er var
mannréttindayfirlýsingin samþykkt áður en mannréttindasáttmálinn kom til
sögunnar og var sérstaklega höfð í huga við gerð hans. Þrátt fyrir þetta varð
niðurstaða átta dómara af níu við mannréttindadómstólinn í máli Sigurðar A.
70