Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 10
Það er álitamál, hvort kröfuhafaskipti geta orðið fyrir hefð. Víst er, að kröfu- réttindi eru ekki meðal þeirra réttinda, sem hefðarlögin sjálf nefna, og kröfu- réttindi eru þess eðlis, að rétthafinn verður tæpast talinn hafa nein ytri umráð hlutar. I greinargerð með 1. gr. frumvaips til hefðarlaga segir m.a., að allir hlutir, sem á annað borð geti verið einstakra manna eign, dauðir og lifandi, fastir eða lausir, falli undir ákvæði hefðarlaganna, megi hefða. „Skuldabrjef verður og að falla undir ákvæði greinarinnar". Samkvæmt framansögðu er talið, að kröfuréttindi geti yfirleitt ekki stuðst við hefð, nema ef vera skyldi kröfuréttindi samkvæmt skuldabréfi. Má styðja þá niðurstöðu við það, að réttindi yfir skuldabréfi tengjast handhöfn bréfsins. Sömu sjónarmið og gilda um hefð á skuldabréfakröfum, eiga þá að öllum líkindum einnig við um aðrar viðskiptabréfakröfur. Hins vegar er áhorfsmál, hvort hefð geti bætt úr galla á útgáfu skuldabréfs, eða hvort hefð takmarkist við réttindi samkvæmt löglega útgefnum skuldabréfum.6 Um framsal kröfu í tryggingaskyni sjá Hrd. 1985 1339 (Útilíf hf.) og til athugunar Hrd. 1991 1613 (Tækja-Tækni hf.). 1.4 Helstu rök frjálsra kröfuhafaskipta Ýmis rök mæla með því, að kröfuhafaskiptum séu ekki settar of þröngar skorður. Má þar fyrst nefna þarfir viðskiptalífsins og hagsmuni kröfuhafans, þ.e.a.s. þeir hagsmunir hins upphaflega kröfuhafa að koma kröfu sinni í verð fyrir umsaminn gjalddaga. Þá má nefna, að yfirleitt rná skuldara það einu gilda, hverjum hann skuldar, ef þess er jafnframt gætt, að skyldur hans aukist ekki eða breytist verulega við framsalið, a.m.k. í einhliða skuldarsamböndum. Heimildin til framsals krafna getur líka verið í þágu hagsmuna skuldara. Auknar líkur eru á því almennt séð, að kröfuhafar vilji lána peninga, ef þeir geta fénýtt sér kröfur sínar fyrir gjalddaga nteð því að selja þær.7 Eðli málsins samkvæmt eru réttarreglurnar um framsal krafna ólíkar eftir því, hvort um er að ræða kröfu í einhliða skuldarsambandi eða kröfu í gagn- kvæmu skuldarsambandi, þar sem skylda hvílir á kröfuhafa að láta af hendi tilteknar greiðslur (gagngjald) til viðsemjanda síns. Skuldari í gagnkvæmu skuldarsambandi, þar sem kröfuhafi hefur enn ekki að fullu efnt skyldur sínar, hefur af því hagsmuni að tryggja bæði vilja og getu kröfuhafa til þess að inna af hendi, það sem honum ber. Með þá hagsmuni í huga gilda ákveðnar reglur, sem takmarka bæði réttaráhrif vegna framsals slíkra krafna og heimildina til að framselja slíkar kröfur. Helgast það af því, að í sumum tilvikum getur 6 Henry Ussing. Obligationsreuen, bls. 210; Gaukur Jörundsson. Eignaréttur II, Reykjavík 1978-1980, bls. 166; Bernhard Gomard, Obligationsret, bls 67; Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, Reykjavík MCMLXV, bls. 42. 7 Bernliard Gomard. Obligationsret, bls. 67-68. 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.