Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Síða 11
orðið verulegur munur á skyldu skuldarans eftir því, hver kröfuhafinn er. Svo
er t.d. um vinnusamninga, afnotasamninga og framfærslusamninga. Getur
kröfuhafi þá ekki framselt rétt sinn samkvæmt samningnum.8 Hér má t.d.
benda á ákvæði 44. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994, þar sem fram kemur, að
óheimilt sé leigjanda að framselja leigurétt sinn eða framleigja hið leigða
húsnæði án samþykkis leigusala, nema annað leiði af ákvæðum IX. kafla
laganna. Það telst ekki framsal á leigurétti eða framleiga, þótt leigjandi heimili
nákomnum skyldmennum eða venslamönnum sínum búsetu í hinu leigða
húsnæði ásamt sér eða fjölskyldu sinni, enda haldist fjöldi heimilisfólks innan
eðlilegra marka miðað við stærð og gerð leiguhúsnæðisins, sbr. 2. mgr. 44.
gr. laganna.
1.5 Mismunandi reglur um framsal krafna
1.5.1 Almennar kröfur og viðskiptabréfakröfur
Við umfjöllun um réttarreglur þær, sem gilda um framsal krafna, er stundum
greint á rnilli þess, sem kallaðar eru almennar kröfur annars vegar og við-
skiptabréfakröfur hins vegar. Um þá orðnotkun sjá t.d. Hrd. 1987 348 (Oy
Credit) og Hrd. 1988 66 (Idex Aps). Er þá átt við, að almennar kröfur séu
allar aðrar kröfur en þær, sem lúta réttarreglum um viðskiptabréf. Almennar
kröfur geta verið hvort heldur sem er munnlegar eða skriflegar.9 í því, sem
hér fer á eftir, er eingöngu fjallað um framsal almennra krafna, nema þar sem
annað er sérstaklega tekið fram. Um reglur þær, sem gilda um framsal við-
skiptabréfakrafna, vísast til „Kaflar úr kröfurétti“ eftir Ólaf Lárusson og
„Víxlar og tékkar“ eftir sama höfund. Þá takmarkast umfjöllunin hér á eftir
við að lýsa réttarreglum um aðilaskipti kröfuréttinda með löggemingi, þótt til
samanburðar sé vikið að öðrum þeim atvikum, er leitt geta til aðilaskipta.
I íslenskum lögum er engin almenn regla um það, hvaða bréf eru viðskipta-
bréf. Skuldabréf eru viðskiptabréf, sbr. tilskipun frá 9. febrúar 1798. Önnur
lagaákvæði gera ráð fyrir því, að ýmis önnur bréf en skuldabréf geti verið
viðskiptabréf. Er við það miðað, að viðskiptabréf séu öll þau bréf, sem ganga
manna í milli með sama hætti og skuldabréf gera, þannig að þörf sé á, að
sams konar reglur gildi um þau og viðskiptabréf. Samkvæmt þessu ráða við-
skipti manna á hverjum tíma því, hver bréf teljast til viðskiptabréfa. Getur
það breyst með breyttum viðskiptaháttum. í 1. gr. laga nr. 9/1993, urn verð-
bréfaviðskipti, er hugtakið „verðbréf‘ skilgreint sem a) hvers konar fram-
seljanleg kröfuréttindi til peningagreiðslu eða ígildis hennar, svo og fram-
seljanleg skilríki fyrir eignarréttindum að öðru en fasteign eða einstökum
8 Þorgeir Örlygsson. Skuldaraskipti, bls. 21-22; Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti. bls. 42.
9 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 211.
77