Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 13
grundvallarreglan í 2. gr. tilskipunar frá 9. febrúar 1798, um mótbárutap skuld-
arans, getur leitt til þess, að jafnvel árituð réttindi glatast. Ef eigandi við-
skiptabréfs hefur ritað framsal sitt á bréf, á hann það á hættu að glata rétti
sínum til að bera fyrir sig mótbárur gegn gildi framsalsins, ef um veikar mót-
bárur er að ræða. Hins vegar glatar hann ekki þeirri mótbáru, að framsalið sé
falsað, eða að hann hafi verið ólögráða, er hann gaf það, eða að hann hafi
verið neyddur til að gefa það með líkamlegu ofbeldi eða hótunum um að beita
því þegar í stað.14
1.5.3 Dæmi um mismunandi áhrif framsalsreglnanna
í því, að framsalshafi viðskiptabréfs geti öðlast meiri rétt heldur en fram-
seljandinn átti, eru fólgin aðalafbrigði sérreglna um viðskiptabréf frá hinum
almennu framsalsreglum. Til þess að útskýra mun almennra krafna og við-
skiptabréfakrafna að þessu leyti skulu nefnd eftirfarandi dæmi:
Skuldari (S) skuldar kröfuhafa (K) kr. 10.000. K lofar S síðar að gefa honum
eftir helming skuldarinnar vegna einhverra sérstakra atvika. Eftir þetta loforð
framselur K kröfuna til þriðja manns (Þ), en getur ekkert um eftirgjöfina við
hann. Þ ætlar síðan á gjalddaga að innheimta kröfuna hjá S, en þá vill S ekki
borga nema helming hinnar upphaflegu skuldar vegna loforðsins frá K. Mis-
munandi reglur gilda um rétt S til þess að bera fyrir sig loforð K, allt eftir
því, hvort krafan er viðskiptabréfakrafa eða ekki.
Ef krafan er viðskiptabréfakrafa, og eftirgjöfin er ekki rituð á viðskipta-
bréfið, þá öðlast Þ þann rétt, sem bréfið bendir til, ef hann er grandlaus um
eftirgjöfina. S getur því ekki borið fyrir sig þessa mótbáru gagnvart Þ, ef það
verður ekki séð af bréfinu, að mótbáran sé til. í þessu felst, að mótbára sú,
sem S átti, glatast honum gagnvart Þ, en S getur á hinn bóginn öðlast bótarétt
á hendur K að öðrum skilyrðum fullnægðum.15 Ef um almenna kröfu er að
ræða, þá getur S borið það fyrir sig gagnvart Þ, að K hafi gefið honum eftir
helming skuldarinnar. S er þá ekki greiðsluskyldur nema á helmingnum, ef
honum tekst að leiða sönnur að þessari staðhæfingu sinni.
Þetta dæmi sýnir mismunandi rétt skuldara til þess að bera fram mótbáru
við hinn nýja kröfuhafa, allt eftir því hvort um almenna kröfu eða viðskipta-
bréfakröfu er að ræða. Næsta dæmi sýnir hins vegar, hvemig þriðji maður
getur glatað rétti yfir kröfu og mismunandi réttarstöðu þriðja manns, allt eftir
því hvort um almenna kröfu eða viðskiptabréfakröfu er að ræða.
S skuldar K 10.000 kr. K skuldar ÞA 5.000 kr. og setur honum kröfu sína
á hendur S að sjálfsvörsluveði. Krafan er áfram í höndum K (veðsala) og ekki
14 Sjá nánar Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 53-54; Bernhard Gomard, Obli-
gationsret, bls. 70.
15 Sjá nánar Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 49; Bernhard Gomard, Oblig-
ationsret, bls. 70.
79