Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 14
er ritað um veðsetninguna til ÞA. Eftir þetta framselur K kröfuna til ÞB, sem síðan innheimtir kröfuna hjá S. Ef um viðskiptabréfakröfu, t.d. skuldabréf, er að ræða, tapar ÞA rétti sínum, þ.e. veðréttinum, fyrir ÞB, ef ÞB er grandlaus. Eldri réttur verður að víkja fyrir yngra rétti, þar sem engin athugasemd var rituð um veðsetninguna á skuldabréfið sjálft. Ef um veðsetningu hefði verið að ræða til ÞB, þ.e. hann hefði t.d. fengið bréfið að handveði, þá hefði veðréttur hans gengið fyrir veðrétti ÞA af alveg sömu ástæðu. Hér fær ÞB m.ö.o. þann rétt, sem bréfið ber með sér. Ef um almenna kröfu hefði verið að ræða, og K hefði fyrst framselt ÞA kröfuna og síðan ÞB (tvísala), þá gæti ÞB ekki öðlast meiri rétt heldur en heimildarmaður hans (K) átti, þ.e.a.s. ÞB myndi engan rétt öðlast. Hér verður síðari framsalshafi (ÞB) að sæta því, að ÞA á betri rétt yfir kröfunni heldur en hann sjálfur.16 2.0 ALMENNAR REGLUR UM FRAMSAL KRÖFURÉTTINDA 2.1 Framsal í heild og framsal að hluta Sú meginregla gildir í kröfurétti, að kröfuhafa er frjálst að ráðstafa kröfu sinni með samningi til annarra aðila. Framsal kröfu er þó stundum bannað í lögum eða takmarkað, og einnig geta réttindi þriðja manns og skuldara sett því skorður, hvern rétt kröfuhafi getur fengið framsalshafa í hendur við fram- sal kröfu. Sjá nánar kafla 3.0. Framsal kröfuréttinda getur annars vegar verið fólgið í því, að kröfuhafi fær öðrum aðila kröfuréttindin í hendur í heild sinni. Hins vegar getur framsal falist í stofnun takmarkaðra réttinda til handa öðrum aðila yfir kröfu, svo sem með veðsetningu hennar. Aðilaskipti með löggemingi geta samkvæmt þessu verið misvíðtæk. Þegar kröfuhafi t.d. veðsetur öðrum manni kröfurétt sinn, verður veðhafinn að nokkru leyti kröfuhafi í hans stað, þ.e. innan takmarka veðgemingsins, en að öðru leyti er veðsali áfram kröfuhafi. Orðið „framsal“ er stundum látið taka til beggja þessara tilvika, sbr. 19. gr. víxillaga, en algeng- ara er, að með framsali sé átt við það tilvik, þegar kröfuhafi afsalar kröfunni í heild til annars aðila.17 Um framsal til tryggingar sjá Hrd. 1985 1339 (Útilíf hf.) og kafla 2.3.3 hér á eftir. Næst verður vikið að því, hver réttaráhrif samningur um kröfuhafaskipti hefur. Verður fyrst vikið að réttaráhrifunum í samskiptum framseljanda og 16 Sjá t.d. Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 52. *7 í 19. gr. víxillaga segir, að séu orðin „til tryggingar", „að veði" eða önnur orð, sem lúta að veðsetningu, í framsali, geti víxilhafi neytt allra þeirra réttinda, er víxill veitir, en framsal hans á víxlinum hafi aðeins gildi sem framsal til umboðs. Sjá um notkun orðanna „transport" og „overdragelse" í dönsku lagamáli t.d. Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 214 og Bernhard (lOinard, Obligationsret, bls. 67, 68 og 77; Ólafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti, bls. 42. 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.