Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 18

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Side 18
ákveðna kröfu, heldur eiga t.d. að tryggja allar kröfur í tilteknum lögskiptum, þá fylgja þau ekki með í framsali einstakrar kröfu.31 Ef framseld krafa nýtur forgangsréttar við gjaldþrotaskipti, fer það eftir við- komandi réttarreglu, hvort sá forgangsréttur helst við framsal kröfunnar. Al- mennt verður að gera ráð fyrir því að slík forgangsréttindi haldist við framsal.32 í 115. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti, segir, að við framsal eða önnur aðilaskipti að kröfu, fylgi réttindi á hendur þrotabúi skv. 109.-114. gr. Er þetta sama regla og áður var í 87. gr. laga nr. 3/1878. Sjá til athug- unar úr tíð eldri laga Hrd. 1987 693 (Heimir hf.). Um stöðu sjálfskuldar- ábyrgðar eftir andlát aðalskuldara sjá Hrd. 1986 1105 (Logi Pétursson). í málinu var óumdeilt, að krafa lánveitanda á hendur dánarbúi aðalskuldara var fallin niður fyrir vanlýsingu. Sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu þótti ekki hafa verið þannig úr garði gerð, að hún stæði sjálfstætt eftir að krafan á hendur aðalskuldara var fallin niður með þeim hætti, sem um ræddi í málinu. Var ábyrgðarmaður því sýknaður af kröfu lánveitanda, enda þótti það ekki eiga að koma honum í koll, að hann lét hjá líða að lýsa hugsanlegri endurkröfu sinni í dánarbúið né að hann lýsti annarri kröfu í dánarbúið og fékk þá kröfu greidda. 2.2.3 Um ábyrgð framseljanda Meginreglan er sú, að framseljandi ber ábyrgð á því gagnvart framsalshafa, að krafan sé til (nomen esse verum) og þess efnis, sem uppi er látið. Hins vegar ber framseljandi ekki ábyrgð á því, að krafan fáist greidd, nema hann hafi sérstaklega tekið á sig slíka ábyrgð (nomen esse bonum).33 Talið er, að svonefnt skaðlaust framsal kröfu hafi í för með sér, að fram- seljandi beri einfalda ábyrgð á greiðslu kröfunnar. Með einfaldri ábyrgð er átt við, að ábyrgðarmaður sé ekki skyldur til að inna sína greiðslu af hendi, nema skuldareigandi hafi árangurslaust reynt að fá skuldina greidda hjá aðal- skuldara, t.d. með árangurslausu fjárnámi. Samkvæmt víxil- og tékkalögum fylgir rík ábyrgð árituðu framsali víxil- og tékkakröfu, sbr. 15. og 47. gr. víxil- laga og 18. og 44. gr. tékkalaga.34 Um framsal víxils eftir afsögn og ábyrgð á greiðslu hans sjá Hrd. 1987 348 (Oy Credit). Ef það kemur í ljós, að krafa hefur aldrei verið til eða hún er annars efnis en upp var gefið, ber framseljandi bótaábyrgð vegna þess tjóns, sem framsals- 31 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 222. 32 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 221. 33 Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 77-78; Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 224; Olafur Lárusson, Kaflar úr kröfurétti bls. 44-45. 34 Henry Ussing, Obligationsretten, bls. 224; Bernhard Gomard, Obligationsret, bls. 78. 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.